Á ferð um samfélagið

HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 17 Tölur frá árinu 2014 sýna að um 96% 16 ára unglinga eru í námi. Í grunnskólum landsins hefur fjöldi nemenda verið rúm 42.000 frá árinu 1994. Stúdentum úr framhaldsskólum fer fjölgandi og nú eru tæplega 75% allra þeirra sem eru tvítugir (2012) með stúdentspróf og voru konur um 60% þeirra. Sveinsprófum fer hins vegar fækkandi en karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem ljúka sveinsprófi (um 75%). Um 4.000 nemendur útskrifuðust úr háskóla og voru konur rúmlega 64% þeirra. Samkvæmt myndinni hér að ofan eru fleiri konur en karlar með háskóla- próf (2014) en mun fleiri karlar en konur eru með starfs- og framhalds- menntun . Það er líka athyglisvert að skoða kynjaskiptingu starfsfólks við kennslu á ólíkum skólastigum. Myndin hér fyrir ofan sýnir að 94% allra leikskólakennara eru konur en aðeins 6% karlar. Yfirgnæfandi meirihluti kennara í grunnskólum eru konur en hlutfall fram- haldskóla- og háskólakennara er nokkurn vegin jafnt. Hver heldur þú að skýringin sé? Hlutfall kvenna meðal stjórnenda fyrir- tækja er töluvert lægra en hlutfall karla. Hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum árið 2014 Konur Karlar Framkvæmdastjórar 22% Stjórnarformenn Stjórnarmenn 24% 76% 78% 26% 74% Mannfjöldinn 25–64 ára eftir menntunarstigi 2014 43% 31% 43% 29% 29% 26% 28% 100% 0% Konur Karlar Háskólamenntun Starfs- og framhaldsmenntun Grunnmenntun Jafnréttisstofa, 2015 52% 47% 19% 6% Starfsfólk við kennslu á skólastigum, eftir kyni árið 2012 Háskólar Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar 48% 53% 81% 94% Jafnréttisstofa, 2015 Jafnréttisstofa, 2015

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=