Á ferð um samfélagið

16 Mannfjöldi eftir aldri og kyni 1914 og 2014 Karlar Konur 15 12 9 6 3 0 0 3 6 9 12 15 1914 2014 90+ 85–89 80–84 75–79 70–74 65–69 60–64 55–59 50–54 45–49 40–44 35–39 30–34 25–29 20–24 25–29 20–24 5–9 0–4 % Gríðarlegur munur er á 19. aldar samfélaginu sem forfeður okkar bjuggu í og því sem við lifum í nú á dögum. Landsmenn eru nú um 330.000 og síðustu ár hefur körlum og konum fjölgað sambærilega. Þó voru um 1000 fleiri karlar en kon- ur á landinu árið 2014. Hagstofan gefur reglulega út tölur um mann- fjölda og fleira og er efnið aðgengi- legt á netinu. Í gamla bændasamfélaginu höfðu strákar yfirleitt betra aðgengi að menntun en stelpur. Samkvæmt íslenskum lögum er sveitarfélögum skylt að halda úti grunnskóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6–16 ára, fái þau ekki hliðstæða kennslu annars staðar. Þó skólaskyldan nái bara til grunnskólastigsins þá skulu þeir sem henni hafa lokið eiga kost á því að hefja nám í framhaldsskóla. Menntun telst til mannréttinda og hún er grunnurinn að því að fólk fái notið þeirra samfélagslegu gæða sem í kringum það eru. Samfélagslegu gæðin geta til dæmis verið efnahagsleg, félags- leg eða menningarleg. Menntun getur líka gefið einstaklingum tækifæri til að brjótast úr fátækt og hún gefur þeim sem vilja tækifæri til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu sem þeir tilheyra. Nokkrar staðreyndir um karla og konur á 21. öldinni Fleiri konur en karlar eru í efstu aldurshópunum. Skoðaðu samskonar mannfjöldapýramída yfir önnur lönd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=