Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 171 Viðfangsefni 15. Búðu til lista yfir 10–15 réttindi sem þér finnst að þú ættir að hafa t.d. að þú eigir að fá úthlutað vasapen- ingum, hafa þitt eigið herbergi eða að þú megir ráða útivistatíma þínum sjálf(ur). Þú svífur um í loftbelg sem skyndi- lega fer að missa hæð og lækka flugið. Nú verður þú að velja úr þeim rétt- indum sem þú valdir og henda þeim út úr loftbelgnum til að hækka flugið. Hvað réttindim hendur þú fyrst fyrir borð og hverju síðast? Númeraðu réttindin þar sem númer eitt er mikil- vægast. Ræðið í bekknum. 16. Sá sem hefur völd þarf ekki nauðsyn- lega að hafa áhyggjur af því hvernig hann eða hún kemur fram við aðra og ekki heldur muninum á réttu og röngu. Útskýrðu þetta nánar. 17. Það líður vart sá dagur að við lesum ekki um mannréttindabrot einhvers staðar í heiminum. Skoðaðu fjölmiðla eða notaðu netið og kannaðu málið. Heimildavinna 18. Notaðu netið eða aðrar heimildir og kynntu þér starfsemi Öryggisráðs Sþ og þær aðgerðir sem það hefur staðið fyrir á síðustu árum. Í hvaða ríkjum eða svæðum hefur ráðið þurft að beita sér? Hvar hefur Öryggisráðið ekki geta beitt sér vegna ósamkomulags fasta- fulltrúanna? 19. Á vefnum Globalis.is finnur þú fjölda áhugaverðra þema sem fjalla um mál- efni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fjallað um. Veldu tvö til þrjú þemu og kynntu þér þau nánar (til dæmis um fá- tækt, fólksfjölda, frið og öryggi eða eitt- hvað annað). 20. Í örfáum undantekningartilfellum hefur alþjóðasamfélagið reynt að stöðva mannréttindabrot. Eitt dæmi þar um er borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu. Notaðu netið (Globalis.is) eða aðrar heimildir og leitaðu eftir fleiri dæmum. Hvar áttu brotin sér stað og um hvers konar brot var að ræða? 21. Notaðu netið eða aðrar heimildir og kynntu þér tilurð og starfsemi sam- takanna Amnesty International og Human RightsWatch. Af hverju eiga slík samtök mun auðveldara með að gagn- rýna mannréttindabrot í öðrum ríkjum heldur en íslensk stjórnvöld?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=