Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 169 Tjáningarfrelsið er ákaflega mikilvægur þáttur í frjálsum lýðræðislegum samfélögum. Ef fólk á að geta tekið þátt í umræðum um hvernig eigi að stjórna landi, þá er lykilatriði að geta tjáð sig án ótta. Tjáningafrelsið er nátengt réttinum að geta stofnað eða verið félagi í stjórnmálaflokki eða samtökum. Fólk sem getur rætt saman þrátt fyrir að vera á öndverðum meiði í stjórnmálum er besti vitnisburðurinn um lifandi lýðræði. Möguleikar fjölmiðafólks eða vísindamanna sem vilja rannsaka einræðissamfélög eru litlir sem engir og valdhafar sem óttast að missa völd reyna að knésetja andstæðinga sína eða taka þá úr umferð. Í lýðræðisríkjum þar sem fólk er vant tjáningarfrelsi er ekki auðvelt að taka pólitíska andstæðinga úr umferð. Tjáningarfrelsi og lýðræðið Í lýðræðisríkjum hefur þú rétt á að tjá skoðanir þínar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=