Á ferð um samfélagið

168 Tjáningarfrelsi Allir undir 18 ára sem geta myndað sér eigin skoðanir, eiga rétt á því að láta þær frjálslega í ljós og það skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra um málefni sem varða þá og í samræmi við aldur og þroska. Nítjánda grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna fjallar um tjáningarfrelsi. Þar stendur að hver og einn eigi rétt á að segja og skrifa það sem hann vill, tjá sig í fjölmiðlum eða halda ræður á götuhornum án þess að það sé reynt að hindra viðkomandi eða fangelsa fyrir atvikið. Hvergi nokkurs staðar er samt óheft tjáningarfrelsi, alls staðar eru ein- hverjar takmarkanir á því. Til dæmis má ekki hvetja til ofbeldis eða setja fram hótanir. Mörg ríki hafa bannað skoð- anir sem innihalda kynþáttafordóma eða óhróður gagnvart trúarbrögðum. Og stjórnvöld geta stoppað eða bannað mótmælagöngur ef þau óttast að þær ógni öryggi borgaranna. Í sumum ríkjum misnota stjórnvöld þessar takmarkanir og notfæra sér þær til að hefta tjáningarfrelsi. Ef stjórnvöldum, til dæmis í einræðis- ríkjum, líkar illa við skoðanir ákveðinna einstaklinga eða einhverra hópa og samtaka geta þau beitt ýmsum úrræðum til að þagga niður í viðkomandi. Hægt er að loka eða leggja niður fjölmiðla. Það er líka hægt að banna fagfélög og stjórnmálaflokka eða stöðva mótmæla- göngur. Og fjölmörg dæmi eru um að yfirvöld handtaki einstaklinga, pynti eða taki af lífi fyrir það eitt að vera ekki sammála stefnu leiðtoganna. Ég er ekki sammála því sem þú hefur að segja en ég mun verja rétt þinn til að tjá þig með lífi mínu – Voltaire. “ “ 17. maí er alþjóðadagur gegn hómófóbíu og transfóbíu en þennan dag árið 1990 fjarlægði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=