Á ferð um samfélagið
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 15 Þegar læknum og ljósmæðrum tók að fjölga hér á landi á 19. öldinni hófst barátta þessarra stétta fyrir því að mæður ælu börn sín á brjósti. Af því leiddi að barnadauðinn minnkaði smám saman og er hann nú með því alminnsta sem þekkist í heiminum. Barátta kvenna fyrir auknum réttindum á Vesturlöndum átti sér fyrst stað við lok 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. Konur höfðu verið nánast „ósýnilegar“ í samfélag- inu. Umfjöllun um þær í gegnum aldirnar hefur fyrst og fremst snúist um hlutverk þeirra við að sjá um börn og bú. En ýmsar vísbendingar eru um að konur hafi gengt öðrum störfum og hlutverkum. Til að mynda voru þær sumar bændur og sjókonur . Nýjar rannsóknir sýna að sjósókn kvenna hér á landi var og er mun almennari en áður var talið. Á 19. öld höfðu konur ekki sömu möguleika til menntunar og launakjör voru ólík. Þegar f yrsta manntalið var tekið hér á landi árið 1703, töldust karlar vera um 23.000 en konur um 27.000. Konur voru sem sagt rúmlega 4.000 fleiri en karlar eða rúmlega 20%. Þetta dæmdi margar konur til ævilangrar þjónustu í stöðu vinnukonu því að fæstar áttu kost á að komast í húsmóðurstöðu án þess að eiga eiginmann. Ástæða þess að konur voru svo miklu fleiri en karlar í gamla bænda- samfélaginu má rekja til mikils barnadauða . Það virðist liggja í eðli mannkyns að fæða fleiri sveinbörn en meybörn. Þegar við skoðum tölfræðina kemur í ljós að dánartíðni karla virðist víðast hærri í öllum aldurshópum svo að fjöldi kvenna verður heldur meiri en karla. Mikill barnadauði Íslendinga á fyrri öldum er talinn stafa af því að hér á Íslandi voru ungabörn yfirleitt alin upp á kúamjólk en ekki brjóstamjólk og síð- ar föstu fæði. Þessar matarvenjur voru börnunum bæði óhollar og hættulegar. Engin ein skýring er á því hvers vegna Íslendingar nýttu brjóstamjólk kvenna svona illa. Stundum virðist koma fram sá misskilningur að hún væri óholl- ari börnum en kúamjólk. Hugsan- lega hefur verið svo mikið að gera hjá konunum við útiverkin, einkum þegar karlar voru til sjós við fiskveiðar, að það hafi komið í veg fyrir að þær mjólkuðu börnum sínum. Um konur og karla á 19. öld Fjölskyldustærð og fatnaður fólks á 19. öld var frábrugðinn því sem við eigum nú að venjast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=