Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 167 Við 15 ára aldur færðu aukin réttindi í umferðinni. Þú mátt til dæmis taka próf á létt bifhjól (skellinöðru). Eins og áður hefur komið fram er sakhæfis- aldurinn 15 ár og þá má refsa þér ef þú fremur afbrot. Það má handtaka þig og úrskurða í gæsluvarðhald en þá þarf að tilkynna barnaverndarnefnd og foreldrum um það vegna þess að sér- reglur gilda um  afbrot unglinga til 18 ára aldurs. Þú mátt einnig stunda sam- ræði því kynferðislegur lágmarksaldur er 15 ár. Þess ber sérstaklega að geta að það er refsivert að stunda kynmök með einstaklingi sem er yngri en 15 ára. Þetta miðar fyrst og fremst að því að vernda börn og unglinga fyrir mis- notkun sér eldra fólks, sem vill nýta sér þroska- og reynsluleysi barna en ekki að leggja refsingu við kynmökum jafnaldra. Þegar þú nærð 16 ára aldri lýkur skólaskyldu en hafir þú lokið grunn- skólanámi áttu rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Eins færð þú réttindi til að hefja ökunám (æfingaakstur) og getur tekið próf á dráttarvél. Og stúlkur sem orðnar eru 16 ára geta sótt um fóstureyðingu án samþykkis eða vitundar foreldra sinna. Við 17 ára aldurinn getur þú tekið bílpróf eða próf á bifhjól. Sá sem hefur slíkt próf má aka torfærutækjum, svo sem vélsleðum, þríhjólum eða fjór- hjólum. Og við 18 ára aldurinn verður þú lögráða, þ.e. sjálfráða og fjárráða. Þá hefur þú sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk, nema að því leyti að þú mátt ekki kaupa áfengi fyrr en þú er orðinn 20 ára og þú mátt hvorki nota né eiga skotvopn fyrr en þú ert orð- in(n) 20 ára. Þú getur lesið meira um réttindi og skyldur barna og unglinga hér á landi á attavitinn.is Áttavitinn Þú mátt taka próf á létt bifhjól (skellinöðru) þegar þú nærð 15 ára aldri og þá verður þú líka sakhæf(ur).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=