Á ferð um samfélagið

166 Eins og sést á upptalningunni er mikil áhersla lögð á réttindi og skyldur barna hér á landi. Eftir því sem þú eldist færðu aukin réttindi og ríkari skyldur. Við 12 ára aldurinn áttu rétt á því að segja skoðun þína á því hvort þú vilt vera áfram í trúfélagi með foreldrum eða  skipta um trúfélag. Og það má ekki ættleiða þig eða skipta um nafn á þér án þíns samþykkis eftir 12 ára aldurinn. • Þú átt rétt á forsjá, umhyggju og virðingu foreldra þinna. • Foreldrar þínir eiga rétt á og bera þá skyldu að taka ákvarðanir fyrir þína hönd í veigamiklum málum. • Þú átt rétt á að þekkja báða foreldra þína og umgangast þá báða, jafnvel þó þeir búi ekki saman. • Foreldrum þínum ber skylda til að vernda þig gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrar mega ekki beita börn sín ofbeldi. • Foreldrar þínir eiga að hafa samráð við þig áður en þeir taka ákvarðanir um mál, sem þig varða eftir því sem aldur þinn og þroski gefa tilefni til. Afstaða þín á að fá aukið vægi eftir því sem þú eldist og þroskast. • Þú átt rétt á því að foreldrar þínir framfleyti þér fram að 18 ára aldri. Ef foreldrar þínir skilja eða slíta sambúð á það foreldri sem þú átt ekki lögheimili hjá að borga með- lag sem nota á til framfærslu þinnar. • Þú ræður hvernig þú eyðir peningum sem þú hefur sjálf/ur unnið þér fyrir eða fengið að gjöf. Þetta gildir þó ekki ef um mikla peninga er að ræða. Algengast er að foreldrar fari með fjármál barna sinna þar til þau verða 18 ára en stundum þarf sýslumaður að samþykkja hvernig fjár- munum barna er varið. • Þú mátt ekki stofna til skulda. • Þú getur leitað til barnaverndar ef þú býrð við slæmar aðstæður, sætir illri meðferð eða hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi. • Þú átt rétt á og þér er skylt að sækja skóla á aldrinum 6–16 ára. • Þú mátt ekki láta gera á þig húðflúr eða gata líkamann án leyfis foreldra. Dæmi um nokkur réttindi og skyldur fram að 18 ára aldri Börn (0–18 ára) hafa ekki undanþágu frá lögum og öðrum samfélagsskyldum. Aftur á móti eru sérstök lög sem gefa börnum önnur réttindi og skyldur. Þessi réttindi og skyldur breytast eftir aldri. 0–18 ára Þú ert ólögráða þar til þú nærð 18 ára aldri. Í því felst meðal annars að:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=