Á ferð um samfélagið

164 Inntak Barnasáttmálans Í grófum dráttum má skipta réttindum barna í þrjá flokka; vernd, umönnun og þátttöku. Vernd: Barnasáttmálinn kveður á um vernd tiltekinna grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tján- ingar- og trúfrelsis. Umönnun: Barnasáttmálinn leggur þær skyldur á aðildar- ríkin að grípa til aðgerða til að tryggja velferð barna, m.a. á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála. Þátttaka : Barnasáttmálinn tryggir börnum rétt til þess að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum sem varða þau með einum eða öðrum hætti. Taka ber tillit til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska. Á vefnum www.barnasattmali.is getur þú lesið um allar greinar sáttmál- ans og skoðað ýmiskonar áhugavert efni sem snertir mannréttindi barna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=