Á ferð um samfélagið

ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 163 til aðgerða til þess að hindra og binda enda á alvarleg mannréttindabrot og krefjast réttlætis fyrir þá sem hafa mátt þola slík brot. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Árið 1989 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sáttmála um réttindi barna , sem nú er staðfestur sem alþjóðalög. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar um- fram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafn- framt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Barnasáttmálinn hefur að geyma réttindi sem eru mjög víðtæk. Hann kveður á um vernd tiltekinna grund- vallarmannréttinda barna, svo sem rétt til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trú- frelsis. Jafnframt leggur hann skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða til að tryggja velferð barna, m.a. á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála. Velferð barnanna á alltaf að sitja í fyrirrúmi. Það ríki sem lokar augunum fyrir vanlíðan barna eða vanrækir þarfir þeirra brýtur gegn lögunum. Markmiðið með sáttmálanum er að gera líf allra barna á jörðinni sem best í framtíðinni. Barnasáttmálinn var lög- festur hér á landi árið 2013. Samningurinn hefur ítarlegan inn- gang og 54 efnisgreinar. Þar af fjallar 41 efnisgrein um hvaða réttinda öll börn skuli njóta en hinar 13 greinarnar fjalla um hvernig samningnum skuli framfylgt. Samkvæmt samningnum ber aðildar- ríkjunum að kynna efni hans með virkum hætti jafnt fyrir börnum sem fullorðnum. Er það mikilvæg forsenda þess að borgararnir geti veitt stjórn- völdum virkt aðhald í þessu efni. Merki Amnesty International er kerti umlukið gaddavír.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=