Á ferð um samfélagið

162 við rannsóknir á mannréttindabrotum. Margir hafa gagnrýnt valdaleysi Sam- einuðu þjóðanna en þær eru háðar samþykktum aðildarríkjanna, líka um hversu mikil völd þær eigi að hafa. Fæst ríki hafa áhuga á að afsala of miklu af eigin völdum til alþjóðlegra stofnanna. Þetta á ekki síst við um stóru og voldugu ríkin. Þau vilja sam- kvæmt þjóðarrétti sjálf halda áfram að taka ákvarðanir um það sem gerist innan ríkisins. Þegar sum ríki eru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot svara þau gjarnan fyrir sig og benda á að hér sé um innri málefni ríkisins að ræða. Með þessu eru þau eiginlega að segja alþjóðasamfélaginu að því komi ekkert við hvað gerist fyrir innan landamæri ríkisins. Ef þú skoðar fjölmiðla eða vafrar um á netinu kemur fljótt í ljós að mannréttindabrot eru framin dag- lega um allan heim. Í örfáum undantekningartilfellum hefur alþjóðasamfélagið gripið í taumana og reynt að stöðva mannrétt- indabrot, til dæmis í borgarastríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna gefur út skýrslur um stöðu mannréttindamála í heim- inum. Þótt margt þyki til fyrirmyndar hér á landi, ekki síst í jafnréttismálum hafa komið fram athugasemdir á ástandinu hér til dæmis í fangelsis- málum, trúfrelsismálum og kynferðis- brotamálum. Í skýrslu mannréttindar- áðs Sþ (2012) er fjallað um væga dóma í kynferðisbrotamálum. Þar er einnig minnst á landlægt kynþátta- og útlendingahatur á Íslandi, sem kemur meðal annars fram í miklu atvinnuleysi þeirra á meðal og háu brottfalli innflytj- endabarna úr íslenskum skólum (hætta í skóla). Þar hefur einnig komið fram gagnrýni á launamun kynja hér á landi. Hverjir geta stöðvað mannréttindabrot? Í einræðisríkjum getur verið mikið bil á milli skoðana þegnanna og hugmynda yfirvalda um lög og reglur. Einræði þýðir að öll völd ríkisins eru í höndum eins eða lítils hóps einstaklinga. Í mörgum ríkjum eru þeir sem mótmæla yfirvöldum lokaðir inni í fangelsum eða vistaðir á geðsjúkra- húsum, jafnvel áratugum saman. Slíkir fangar kallast samkvæmt skilgreiningu Amnesty International samviskufangar vegna þess að þeir eru sviptir frelsi vegna trúar, pólitískra skoðana, félagslegrar stöðu eða kynþáttar, oft án dóms og laga. Fólk er jafnvel tekið af lífi fyrir skoðanir sínar. Sameinuðu þjóðirnar geta gripið inn í átök og stöðvað mannréttindabrot en það gerist sjaldan. Ríkisstjórnir reyna að sýna öðrum ríkisstjórnum ákveðna tillit- semi, þær hafa því takmarkað svigrúm til að gagnrýna ríki sem brjóta mannréttindi. Mun auðveldara er fyrir óháð alþjóðleg samtök að gagnrýna ríki fyrir mannrétt- indabrot og þau hafa margar leiðir til að beita þrýstingi. Þekktust slíkra samtaka eru Amnesty International. Hlutverk sam- takanna er að sinna rannsóknum og hvetja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=