Á ferð um samfélagið
ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ OG MANNRÉTTINDI : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 161 Mannréttindasáttmáli Evrópu Margir alþjóðasáttmálar um mannrétt- indi byggja á Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar með talinn Mannréttindasáttmáli Evrópu sem hefur lagagildi hér á landi. Sá sáttmáli er mikivægasti alþjóðasamningurinn á vegum Evrópuráðsins en það eru alþjóðasamtök 47 ríkja í austur og vestur Evrópu, með samanlagt um 800 milljónir íbúa. Íbúar í aðildarríkjum Evrópuráðsins geta leitað til dómstólsins ef þeim finnst að stjórnvöld hafi beitt þá órétti. Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins eru mikil. Dómar hans hafa leitt til þess að mörg ríki í Evrópu hafa þurft að breyta lögum svo þau brjóti ekki í bága við mannrétt- indi, þar á meðal Ísland. Þú getur skoðað greinar mannréttindasáttmálans á vef Alþingis eða á Evrópuvefnum. Hvað gerist þegar mannréttindi eru brotin? Lög eru þýðingarmikil í samfélaginu og hafa mikið gildi. Ef einhver brýtur lög hér á landi höfum við lögreglu til að rannsaka brotið, dómstóla til að dæma og refsingar fyrir þá seku. Mun flóknara er að fást við brot á mannrétt- indum. Það er ekki til nein alheimslögregla eða dómskerfi sem getur farið innfyrir landamæri sjálf- stæðra ríkja til að rannsaka og dæma í brotum af þessu tagi. Samkvæmt þjóðarrétti hefur ekkert ríki rétt til þess að blanda sér í innanríkismál annars ríkis. Erfitt er að ná til og refsa leiðtogum og ríkis- stjórnum sem brjóta á almenningi því þessi sömu yfirvöld stýra lögreglu, dómstólum og refsingum í ríkinu. Fjölmargir alþjóðlegir sáttmálar um mann- réttindi hafa verið undirritaðir og samþykktir af þjóðum jarðar. Þeir eru mikilvægir þó að margir þeirra hafi ekki sama vægi og landslög. Sameinuðu þjóðirnar eru það næsta sem við komumst alþjóða- lögreglu og alþjóðlegu dómsvaldi og stofnunin fæst Kona í Rússlandi handtekin þegar hún berst fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu í maí 2011.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=