Á ferð um samfélagið

160 Eins og áður hefur verið minnst á samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna mannréttinda- yfirlýsingu árið 1948 þar sem lýst er réttindum sem eiga að gilda fyrir allt mannkynið. Mann- réttindayfirlýsingin inniheldur þrjátíu greinar. Í henni eru talin upp ýmis réttindi einstaklinga óháð hörundslit, kynferði, trú, móðurmáli og uppruna. Fólk á að hafa rétt á að fá grundvallar- þörfum sínum fullnægt og að geta tekið þátt í að stjórna landinu sem það býr í. Litið er á Mannréttindayfirlýsingu Sþ sem nokkurs konar stjórnarskrá samtakanna en með því er átt við að hún er æðri öllum öðrum lögum og þar segir að alþjóðasamfélaginu beri skylda að standa vörð um þessi réttindi. Í mannréttindayfirlýsingunni stendur: Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 1. Að hver maður sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. 2. Allir skulu njóta þeirra réttinda og þess frjálsræðis, sem yfir- lýsingin kveður á um, án mis- mununar af nokkrum toga. 3. Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 4. Engan má hneppa í ánauð. 5. Enginn skal sæta pyntingum né grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 6. Allir skulu viðurkenndir fyrir lögum. 7. Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta jafnræðis, án mis- mununar. 8. Allir, sem misgert er við, skulu eiga rétt á úrbótum hjá dóm- stólum. 9. Enginn skal sæta handtöku eða frelsisskerðingu, né gerður útlægur án dóms og laga. 10. Allir skulu jafnir fyrir dómstól- um og njóta réttlátrar, opin- berrar málsmeðferðar. 11. Sérhver, sakaður um refsi- vert athæfi, skal talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð fyrir dómi, enda njóti hann allra úrræða til varna. 12. Eigi má raska heimilisfriði nokk- urs manns eða einkahögum, né spilla mannorði hans. 13. Allir skulu frjálsir ferða sinna. 1 4. Rétt skal öllum að leita og njóta griða erlendis gegn ofsóknum. 15. Allir eiga rétt til ríkisfangs. 16. Réttur til stofnunar hjúskapar og fjölskyldu skal öllum tryggð- ur með lögum, án mismununar byggðri á kynþætti eða trúar- brögðum. 17. Eignarréttur skal tryggður. 18. Hugsana- og trúfrelsi skal tryggt. 19. Skoðana- og tjáningarfrelsi skal tryggt. 20. Félagafrelsi skal tryggt, engan má þó skylda til að vera í félagi. 21. Stjórnmálaleg réttindi skulu tryggð, sem og jafn réttur til að gegna opinberum störfum. 22. Allir eiga rétt til félagslegs öryggis eftir því sem aðstæður hvers lands leyfa. 23. Vinnuréttur skal öllum tryggður og sömu laun fyrir sömu störf. 24. Öllum ber réttur til hvíldar og afþreyingar (tómstunda). 25. Öllum ber réttur til lífskjara sem tryggja afkomu hans og fjöl- skyldu hans. 26. Allir eiga rétt til menntunar. 27. Öllum ber réttur til að taka þátt í menningar- og listalífi sam- félagsins. 28. Allir hafa rétt til þess samfélags- og alþjóðaskipulags sem tryggir þau réttindi sem talin eru upp í þessari yfirlýsingu. 29. Allir hafa skyldur við samfélagið og ber að sýna öðrum virðingu og njóta virðingar sjálfir. 30. Enginn einstaklingur, hópur eða stjórnvöld, hvar sem er í heim- inum, má aðhafast nokkuð sem gerir að engu þau réttindi sem hér hafa verið upp talin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=