Á ferð um samfélagið
158 Árið 2000 samþykktu aðildaríki Sam- einuðu þjóðanna svokölluð Þúsaldar- markmið og var ætlunin að reyna að ná fram markmiðunum fyrir árið 2015. Þúsaldarmarkmiðin, sem ekki tókst að ná voru: 1. Útrýma sárustu fátækt og hungri. 2. Tryggja öllum grunnmenntun. 3. Vinna að jafnrétti og styrkja stöðu kvenna. 4. Draga úr barnadauða. 5. Bæta heilsu mæðra. 6. Berjast gegn alnæmi/eyðni, malar- íu og öðrum sjúkdómum. 7. Tryggja sjálfbæra þróun. 8. Þróa hnattræna þróunarsamvinnu. Vissulega hafa orðið framfarir á mörg- um þessum sviðum – en framfarirnar eru of hægfara og þær eru ójafnar. Því hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Eiga þau að koma í staðinn fyrir Þúsaldarmarkmiðin. Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna www.un.is er fjallað nánar um hvert markmið fyrir sig en þau eru mun fleiri og víðtækari en Þúsaldarmarkmiðin. Þúsaldarmarkmið og þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=