Á ferð um samfélagið

ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 155 Fjöldi ríkja er mismunandi frá einum tíma til annars og því er erfitt að segja til um hversu mörg lönd séu til. Eigum við að reikna Bretland sem eitt ríki þrjú eða fjögur? Venjulega er miðað við fjölda aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna en þau eru 193 þessa stundina. Á lista Sameinuðu þjóðanna finnum við einn- ig 30 önnur ríki sem talin eru til meðlima samtakanna, þar á meðal Kosovo, Vatikanið og Cook eyjar. Skoðaðu lista yfir ríki sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum. Í þessum kafla bókarinnar munum við kynnast Sameinuðu þjóð- unum nánar og fjalla um mannréttindi og mannréttindasáttmála.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=