Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 153 Viðfangsefni 17 . Nefndu dæmi um formleg viðmið sem hafa áhrif á líf þitt. Hvernig áhrif hafa þau? 18. Skoðaðu fjölmiðla (t.d. á neti) og kannaðu hvers konar frávik og hvers konar afbrot verið er að fjalla um í þeim þessa stundina. 19. Kannaðu reglur um höfundarrétt. 20. Skilgreindu hugtakið einræðisríki. Getur þú fundið dæmi um ríki sem falla undir þessa flokkun? 21. Farðu inn á vef Hæstaréttar og kynntu þér sögu og starfsemi dómsins. 22. Hvað eru héraðsdómar margir hér á landi og hvert er helsta viðfangs- efni þeirra. 23. Skoðaðu vef Fangelsismála- stofnunnar og kynntu þér sam- félagsþjónustu hér á landi. Fyrir hverja er hún og hverjir fá ekki að gegna henni? Hvað eru að meðal- tali margir sem gegna samfélags- þjónustu á ári? Hvernig er tekið á agabrotum þar? 24. Eru afbrotamenn í eðli sínu vont fólk? Hver er þín skoðun á málinu? Rökstyddu svarið. 25. Skoðaðu afbrotatölfræði á heima- síðu Ríkislögreglustjóra og finndu út hvar flest ofbeldisbrot miðað við íbúafjölda eru framin hér á landi. Hverja telur þú skýringuna á því vera? Heimildavinna 26. Notaðu fjölmiðla, netið eða aðrar heimildir og kannaðu stöðu samkyn- hneigðra og hinsegin fólks í heimin- um í dag. Er mikill munur á réttindum þessara hópa eftir samfélögum? 27. Kynntu þér dóma í kynferðisbrota- málum hér á landi. Finnst þér dóm- arnir of þungir, of vægir eða pass- legir? 28. Kynntu þér starfsemi ríkislögreglu- stjóra og helstu deilda embættisins. 29. Notaðu vefinn eða aðrar heimildir og kynntu þér málefni Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Hvert er hlutverk hans? Getur hann breytt niðurstöð- um Hæstaréttar Íslands sem er æðsti dómstóll landsins? 30. Notaðu netmiðla og kynntu þér dauðarefsingar í heiminum. Hvar eru þær algengastar og við hvers- konar brotum er þeim beitt? Hver er þín skoðun á dauðarefsingum – eiga þær í einhverjum tilfellum rétt á sér eða eru til rök sem duga til að banna þær alfarið? Rökstyddu niður- stöðu þína. 31. Hvernig voru aðstæður fanga á 19. öld? Notaðu netið og aðrar heimildir og kynntu þér aðstæður fanga ann- aðhvort hér á landi eða í öðru landi að eigin vali.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=