Á ferð um samfélagið

152 Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök: Finndu svar 2. Nefndu dæmi um frávik. 3. Kynferðisbrotakafli hegningarlaganna var endurskoðaður árið 2007. Hvaða breytingar voru gerðar á honum? 4. Útskýrðu hvað átt er við með eftirfar- andi: Ákæruvaldið tekur ákvörðun um hvort draga beri einhvern fyrir dóm. 5. Hvað þýðir ævilangt fangelsi hér á landi? 6. Hvað gerist þegar barn undir sakhæfis- aldri brýtur alvarlega af sér? Umræðuefni 7. Hvað eru frávik? Nefndu nokkur dæmi um frávik. Heldur þú að þessi dæmi séu talin frávik alls staðar í heiminum? 8. Hvað er að vera eðlileg eða venjuleg mannvera? Getur þú lýst slíkum ein- staklingi? 9. Hvaða kostir og hvaða gallar geta fylgt frávikshegðun? 10. Margir nemendur hafa náð sér í tölvu- forrit, leiki, tónlist og kvikmyndir á net- inu án þess að borga fyrir það. Hvaða rök mæla með og á móti slíku athæfi? Hver er hæfileg refsing fyrir brot gegn höfundarrétti? 11. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið glæpa- maður? 12. Borga glæpir sig? Rökstyddu svarið. 13. Afbrot og réttarhöld eru vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla. Sumir halda því fram að fréttaflutningur af afbrotum geri fólk hrætt og óöruggt. Hver er þín skoðun á því? Ætti að banna fréttaflutning af af- brotum og réttarhöldum? Rök- styddu svarið. 14. Sakhæfisaldur hér á landi er 15 ár. Má setja ungling á þínum aldri í fangelsi? Hvers vegna – hvers vegna ekki? 15. Því er haldið fram að viðhorf fólks til afbrota breytist frá einum tíma til annars? Getur þú fundið dæmi um viðhorf sem hafa breyst? 16. Refsingar á Íslandi eru mildar miðað við refsingar í mörgum öðrum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Út- skýrðu þetta nánar. Sýna yfirvöld hér á landi afbrotamönnum of mikla linkind eða er refsikerfið í Bandaríkjunum of harkalegt? Hvað finnst þér? formleg viðmið óformleg viðmið frávikshegðun afbrot ríkissaksóknari ríkislögreglustjóri réttarríki héraðsdómur Hæstiréttur skilorðsbundið fangelsi óskilorðsbundið fangelsi samfélagsþjónusta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=