152 Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök: Finndu svar 2. Nefndu dæmi um frávik. 3. Kynferðisbrotakafli hegningarlaganna var endurskoðaður árið 2007. Hvaða breytingar voru gerðar á honum? 4. Útskýrðu hvað átt er við með eftirfarandi: Ákæruvaldið tekur ákvörðun um hvort draga beri einhvern fyrir dóm. 5. Hvað þýðir ævilangt fangelsi hér á landi? 6. Hvað gerist þegar barn undir sakhæfis- aldri brýtur alvarlega af sér? Umræðuefni 7. Hvað eru frávik? Nefndu nokkur dæmi um frávik. Heldur þú að þessi dæmi séu talin frávik alls staðar í heiminum? 8. Hvað er að vera eðlileg eða venjuleg mannvera? Getur þú lýst slíkum einstaklingi? 9. Hvaða kostir og hvaða gallar geta fylgt frávikshegðun? 10. Margir nemendur hafa náð sér í tölvuforrit, leiki, tónlist og kvikmyndir á netinu án þess að borga fyrir það. Hvaða rök mæla með og á móti slíku athæfi? Hver er hæfileg refsing fyrir brot gegn höfundarrétti? 11. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið glæpamaður? 12. Borga glæpir sig? Rökstyddu svarið. 13. Afbrot og réttarhöld eru vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla. Sumir halda því fram að fréttaflutningur af afbrotum geri fólk hrætt og óöruggt. Hver er þín skoðun á því? Ætti að banna fréttaflutning af afbrotum og réttarhöldum? Rökstyddu svarið. 14. Sakhæfisaldur hér á landi er 15 ár. Má setja ungling á þínum aldri í fangelsi? Hvers vegna – hvers vegna ekki? 15. Því er haldið fram að viðhorf fólks til afbrota breytist frá einum tíma til annars? Getur þú fundið dæmi um viðhorf sem hafa breyst? 16. Refsingar á Íslandi eru mildar miðað við refsingar í mörgum öðrum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Útskýrðu þetta nánar. Sýna yfirvöld hér á landi afbrotamönnum of mikla linkind eða er refsikerfið í Bandaríkjunum of harkalegt? Hvað finnst þér? formleg viðmið óformleg viðmið frávikshegðun afbrot ríkissaksóknari ríkislögreglustjóri réttarríki héraðsdómur Hæstiréttur skilorðsbundið fangelsi óskilorðsbundið fangelsi samfélagsþjónusta
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=