Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 151 Norður-Kórea Sam. arabísku furstadæmin Singapúr Palestína Malasía Japan Víetnam Hvíta-Rússland Taívan Afganistan Pakistan Miðbaugs-Gínea Jórdanía Sómalía Egyptaland Jemen Súdan Bandaríkin Írak Sádí Arabía Íran Kína 0 1 2 2 2 3 3 3 5 6 7 9 11 14 15 22 23 35 61 90 289 1000 + 0 200 400 600 800 1000 Lönd sem viðhöfðu dauðarefsingar 2014 og fjöldi aftaka Refsingar á 19. öld Fyrr á öldum voru margir íslenskir afbrotamenn látnir afplána dóma sína í fangelsum í Danmörku. Stokkhúsið var helsta fangelsi Íslendinga frá árinu 1741 en áður hafði Brimarhólmur gegnt því hlutverki. Í Stokkhúsinu unnu margir fanganna undir gæslu og þar þótti ill vist og voru fangar þar oft beittir líkamlegum refsingum og öðru harðræði. Var vistin þar talin verri en á Brimarhólmi. Fangelsi þetta var svo nefnt vegna þess að þar voru menn settir í gapastokk. Gapastokkur er tæki sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn vegna minniháttar afbrota eða óhlýðni gegn stjórnvöldum. Hann var aflagður á Íslandi árið 1809. Amnesty International, 2015

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=