150 Harðasta tegund refsinga er dauðarefsing en í því felst að taka af lífi dæmda einstaklinga. Aftökur á brotamönnum og pólitískum andstæðingum hafa verið hluti af nánast öllum samfélögum í gegnum tíðina. Síðasta aftakan hér á landi fór fram árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir, vinnukona á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson frá Katadal voru tekin af lífi fyrir morð á Natan Ketilssyni bónda á Illugastöðum og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði. Ríki heims eru um 200 að tölu og árið 2015 höfðu 58 þeirra látið taka fólk af lífi fyrir afbrot. Í Kína fara flestar aftökurnar fram, þar eru líklega mörg þúsund einstaklingar teknir af lífi hvert ár. Kínverjar líta á aftökur sem ríkisleyndarmál og því er nánast útilokað að fá nákvæmar upplýsingar um fjölda líflátinna. Misjafnt er eftir ríkjum hvaða tegundir afbrota leiða til dauðarefsingar. Sums staðar er fólk tekið af lífi fyrir morð, framhjáhald, samkynhneigð, fíkniefnabrot, efnahagsglæpi eða trúvillu. Í Norður-Kóreu liggur dauðarefsing við mannáti, klámi, flótta til Kína, spillingu eða fjárdrætti. Í öðrum ríkjum hefur fólk fengið dauðadóm fyrir verknað sem ætti alls ekki að reiknast sem afbrot, svo sem framhjáhald eða guðlast. Staðreyndir um dauðarefsingu Afar fá ríki á Vesturlöndum heimila dauðarefsingar. Nú eru um 90 ríki á heimsvísu sem heimila dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar eru um 30 ríki sem heimila dauðarefsingar en hafa ekki nýtt sér þessa heimild í að minnsta kosti 10 ár.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=