Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 149 Fangelsi eru dýr í rekstri. Kostnaðurinn við þau lendir á skattborgurunum og margir vilja nýta peningana í eitthvað annað. Þess vegna hefur verið reynt að finna aðrar lausnir en að loka alla þá sem brjóta af sér í fangelsi. Samfélags- þjónustan er liður í því. Samfélags- þjónusta þýðir að sá sem brýtur af sér verður að taka að sér tímabundið ólaunað starf í þágu samfélagsins. Vinnan felst í líknar- eða hjálpar- störfum. Hún er þó aðeins í boði fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir minni háttar afbrot. Morðingjar og nauðgarar geta ekki fengið að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Frá árinu 2012 hefur Fangelsismála- stofnun getað leyft fanga, sem hlotið hefur óskilorðsbundið fangelsi, að ljúka afplánun utan fangelsis. Viðkomandi verður þá að hafa á sér búnað svo að unnt sé að fylgjast með ferðum hans. Afplánun undir rafrænu eftirliti getur orðið 240 dagar hið mesta. Fangelsi Tilgangur fangelsisvistar er í flestum tilfellum að fá afbrotafólk til að bæta ráð sitt og hætta að fremja glæpi. Á Íslandi er það ríkið sem á og rekur fangelsin. Í öðrum löndum, svo sem í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru sum fangelsin einkavædd , það er þau eru rekin af félagasamtökum eða fyrirtækjum. Þetta á einkum við um svokölluð opin fangelsi þar sem öryggiskröfur eru ekki jafn miklar og í lokuðum fangelsum. Lífstíðardómar Lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að sá seki sé dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Viðkomandi sem fengi slíkan dóm á þó möguleika á náðun eins og aðrir fangar. Hæstiréttur hefur aldrei kveðið upp slíkan dóm hér á landi og þess vegna halda margir að lífstíðardómar á Íslandi séu í reynd tímabundnir. Héraðsdómur hefur tvisvar sinnum í sögunni kveð- ið upp lífstíðardóma vegna manndráps en í bæði skiptin hafa þeir verið styttir í Hæstarétti og breytt í tímabundna refsingu. Þyngsti dómur sem Hæsti- réttur hefur kveðið upp var 20 ára fangelsisvist fyrir morð árið 1993. Árni Helgason, 2009

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=