Á ferð um samfélagið

148 Viðhorf til afbrota Viðhorf fólks til afbrota breytast með tíð og tíma og það kemur einnig fram í lögum. Í bændasamfélaginu skoð- uðu menn hvað börn og unglingar höfðu gert og hvernig ætti að refsa þeim fyrir brotið. Nú á dögum er áhersla lögð á að skoða hvað hafi gerst hjá unglingnum og hvernig best sé hægt að hjálpa viðkomandi. Refsingar á Íslandi eru mildar miðað við mörg önnur ríki og fáir sitja í fangelsum hér miðað við það sem gerist víðast hvar annars staðar. Mörgum finnast fangelsisdómar einnig frekar stuttir hér, en lengstu dómar sem hafa verið kveðnir upp eru tuttugu ár. Í Bandaríkjunum eru dómar fyrir samskonar brot mun lengri en hér á landi. Þar getur fangelsisvistin orðið jafnvel mörg hundruð ár eða þar til fanginn deyr. Ólíkar refsiaðferðir Fangelsi , fjársektir eða samfélags- þjónusta eru algengustu tegundir formlegra refsinga hér á landi. Gæslu- varðhald þýðir að einstaklingur er geymdur í fangelsi meðan verið er að rannsaka mál hans og telst því ekki refsing. Á Íslandi er einstaklingur saklaus þar til búið er að sanna að viðkomandi sé sekur. Gæsluvarðhald felur í sér mikla skerðingu á persónu- frelsi og því eru strangar reglur um hvernig það er notað. Fjársektir . Oft er sektað fyrir minni háttar brot eins og búðarhnupl, vægt ofbeldi, skemmdarverk eða minni hátt- ar fíkniefnabrot. Í stað fangelsisdóms þarf sakborningur að borga fjársekt. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að sakborningur losnar við að fara í fang- elsi að vissum skilyrðum uppfylltum. Með þessu er verið að fresta fangelsis- dómi og gefa einstaklingnum kost á að bæta sig. Skilyrðunum er ætlað að koma í veg fyrir að sá seki brjóti ef sér aftur á tímabilinu sem skilorðið varir. Dæmi um skilyrði eru til dæmis að viðkomandi megi ekki nota vímuefni á skilorðstímanum. Ungt fólk og þeir sem eru að brjóta af sér í fyrsta sinn fá frekar skilorðsbundna dóma en aðrir. Þeir sem fá óskilorðsbundið fangelsi þurfa að taka út refsingu sína í fangelsi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=