Á ferð um samfélagið
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 13 Litið var á barnafræðslu sem einka- mál hvers heimilis og börnum yfir- leitt kennt heima fyrir. Kirkjan gerði þó kröfur um almenna trúfræðslu og átti presturinn að kanna kunnáttu barna svo þau gætu fermst. Árið 1790 var lestur gerður að skyldunámsgrein hér á landi og ætlast til þess að börn gætu lesið svo þau gætu tileinkað sér fermingarlærdóminn. Þeir prestar sem fermdu ólæs börn máttu búast við því að þurfa að greiða sekt. Undantekning var með þá unglinga sem réðu ekki við bóklegan lærdóm, þá mátti ferma upp á faðirvorið. Með því er átt við að ef hægt var að kenna börnunum einhverjar bænir eða guðsorð, þá mátti ferma þau, annars ekki. Börnum var hins vegar yfirleitt ekki kennt að skrifa og því síð- ur að reikna. Margir unglingar reyndu þó að ná tökum á skrift og reikningi. Strákar mættu frekar skilningi en stelpur við þá iðju, þær voru síður taldar þarfnast þekkingar á þessum sviðum. Fermingarfræðslan varð með tímanum upphaf að almennri fræðslu- skyldu hér á landi. Almennri skóla- skyldu var komið á hér á landi árið 1907 fyrir börn á aldrinum 10–14 ára. Samkvæmt íslenskum lögum er nú öllum einstaklingum skylt að sækja grunnskóla frá sex til sextán ára aldurs, nema veittar séu undanþágur. Barnavinna var alvanaleg á þessum tíma. Um leið og börn gátu eða við fimm til sex ára aldurinn var algengt að þeim væri falið að smala og gæta þess að kindur slyppu ekki inn á tún. Þess ber að geta að vinna barna hafði mikið uppeldislegt gildi og það var ekki af mannvonsku sem börnum var þrælað út. Frá þrettán ára aldri töldust börn í mörgum tilfellum fullgilt verkafólk. Hve glöð er vor æska – börn á 19. öld Börn byrja oft snemma að vinna á Íslandi. Þessi mynd er frá fyrri hluta 20. aldar – myndir þú flokka vinnuna hér sem barnavinnu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=