Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 147 Afbrot á Íslandi Í öllum þjóðfélögum eru sett lög til að tryggja réttindi íbúanna. Til dæmis eru lög sem eiga að vernda fólk gegn árásum eða ráni á almannafæri. Slík lög nefnast refsilög eða hegningarlög . Stundum fækkar afbrotum eða fjölgar á milli ára hér á landi sem annars stað- ar. Þess ber að geta að ekki eru öll brot tilkynnt lögreglu en sum eru líklegri til að vera tilkynnt en önnur. Þó svo að fólksfjöldi á Íslandi hafi aukist örlítið á síðustu árum er enginn vafi á að glæp- um á Íslandi fer fækkandi. Algengustu afbrotin hér á landi eru umferðarlaga- brot , aðallega hraðakstursbrot. Sakhæfisaldur Flestir eru sammála um að ekki eigi að setja börn í fangelsi. En hvenær hætta börn að vera börn? Á að setja ungling á þínum aldri í fangelsi eða á að nota aðrar lausnir? Hvað á að gera við 12 ára einstakling sem fremur morð? Eða 16 ára ungling sem tekinn er fyrir fíkni- efnasölu? Hvernig refsing væri við hæfi? Á Íslandi er sakhæfisaldurinn 15 ár. Það þýðir að ekki er hægt að refsa börnum undir þeim aldri fyrir afbrot sem þau fremja. Með þessu er ekki verið að segja að hægt sé að gera hvað sem er án þess að það hafi afleiðingar. Þegar lögreglan þarf að fást við ungling sem er undir sakhæfisaldri en hefur brotið lög, þá hefur hún samband við barnaverndaryfirvöld í sveitarfélaginu. Þau ræða síðan við unglinginn, for- eldrana og hugsanlega einnig skólann í leit að lausnum sem geta hjálpað við- komandi. Þegar búið er að kortleggja aðstæður unglingsins nákvæmlega er hægt að gera ráðstafanir. Stundum er foreldrum boðin aðstoð til að vinna með unglingnum eða að eftirlitsaðili er látinn fylgjast með honum utan skólatíma. Í alvarlegustu tilfellunum getur barnavernd ákveðið að koma unglingnum fyrir á fósturheimili eða á stofnun. Hugsunin að baki laga um ungt afbrotafólk er betrun en ekki refs- ing. Samt hafa unglingar lent í fangelsi hér á landi. Tegundir afbrota Brotaflokkur Meðaltal 2009–11 2012 Ofbeldisbrot 1.136 1.142 Kynferðisbrot 335 367 Auðgunarbrot 8.409 6.439 Fíkniefnabrot 1.561 2.049 Umferðarlagabrot 50.106 45.525 Eignaspjöll 2.835 2.062 Nytjastuldur (þegar ekki er reynt að leyna verknaði) 439 302 Brot gegn friðhelgi einkalífs 547 596 Skjalafals 283 265 Brot gegn áfengislögum 683 644 Brot gegn valdastjórninni (t.d. ráðist á lögreglu) 321 358 Önnur brot 2.155 2.088 Stærstur hluti afbrota á sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða um 73% (2013) sem er svipað og síðustu ár en um 75% þjóðarinnar býr á því svæði (Reykjavík og nágrannasveitarfélögin). Ríkislögreglustjóri, ársskýrsla 2013. Einkennismerki lögreglunnar er sex arma stjarna sem á er letrað: Með lögum skal land byggja sem er tilvitnun úr Njálu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=