146 Dómstigin tvö Í stjórnarskránni er kveðið á um að löglærðir dómarar fari með dómsvaldið. Á Íslandi eru tvö dómsstig, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Héraðsdómur er lægra dómstig en Hæstiréttur. Héraðsdómsstólarnir eru samtals átta hérlendis. Þeir eru kallaðir eftir umdæmunum sem þeir eru í en þau eru Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Reykjanes. Héraðsdómarar dæma í opin- berum málum og einkamálum sem upp kunna að koma í þeirra umdæmi. Hæstiréttur er æðsti dómstóll íslenska ríkisins. Dómar Hæstaréttar eru endanlegir á Íslandi og það er ekki hægt að áfrýja þeim. Hæstiréttur getur þó endurupptekið mál ef sérstök ástæða þykir til. Eins geta borgararnir vísað dómi Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu og beðið hann um endurupptöku málsins. Í Hæstarétti eru 9 dómarar sem forseti Íslands skipar samkvæmt tillögu innanríkisráðherra. Hver sem er má fylgjast með málflutningi í dómssal Hæstaréttar. Rétturinn starfar í tveimur deildum og taka ýmist þrír eða fimm dómarar þátt í meðferð máls fyrir dómi hverju sinni. Í sérlega mikilvægum málum getur forseti Hæstaréttar þó ákveðið, að sjö dómarar skipi dóm. HUGTAK Áfrýjun Finnist einhverjum aðila í dómsmáli niðurstaða héraðsdóms röng þá getur viðkomandi beðið um að málinu sé áfrýjað til Hæstaréttar. Dómshús Hæstaréttar við Arnarhól í Reykjavík. Hægt er að skoða dóma Hæstaréttar á heimasíðu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur Vesturlands Vestfjarða Norðurlands vestra Norðurlands eystra Austurlands Suðurlands Reykjaness
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=