Á ferð um samfélagið

146 Dómstigin tvö Í stjórnarskránni er kveðið á um að lög- lærðir dómarar fari með dómsvaldið. Á Íslandi eru tvö dómsstig, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Héraðsdómur er lægra dómstig en Hæsti- réttur. Héraðsdómsstólarnir eru samtals átta hérlendis. Þeir eru kallaðir eftir umdæm- unum sem þeir eru í en þau eru Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Reykjanes. Héraðsdómarar dæma í opin- berum málum og einkamálum sem upp kunna að koma í þeirra umdæmi. Hæstiréttur er æðsti dómstóll íslenska ríkisins. Dómar Hæstaréttar eru endanlegir á Íslandi og það er ekki hægt að áfrýja þeim. Hæstiréttur getur þó endurupptekið mál ef sérstök ástæða þykir til. Eins geta borgar- arnir vísað dómi Hæstaréttar til Mann- réttindadómstóls Evrópu og beðið hann um endurupptöku málsins. Í Hæstarétti eru 9 dómarar sem forseti Íslands skipar samkvæmt tillögu innanríkis- ráðherra. Hver sem er má fylgjast með mál- flutningi í dómssal Hæstaréttar. Rétturinn starfar í tveimur deildum og taka ýmist þrír eða fimm dómarar þátt í meðferð máls fyrir dómi hverju sinni. Í sérlega mikilvægum málum getur forseti Hæstaréttar þó ákveðið, að sjö dómarar skipi dóm. HUGTAK Áfrýjun Finnist einhverjum aðila í dómsmáli niður- staða héraðsdóms röng þá getur við- komandi beðið um að málinu sé áfrýjað til Hæstaréttar. Dómshús Hæstaréttar við Arnarhól í Reykjavík. Hægt er að skoða dóma Hæstaréttar á heimasíðu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur Vesturlands Vestfjarða Norðurlands vestra Norðurlands eystra Austurlands Suðurlands Reykjaness

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=