Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 145 Alþingi setur lög og reynir að endur- spegla almenningsálitið gagnvart brotum á lögum. Sem dæmi má nefna að dómar í nauðgunarmálum hafa verið að þyngjast. Fólk lætur í sér heyra ef því líkar ekki lengd dóma sérstaklega við alvarlegum afbrotum. Í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna frá árinu 2007 kemur fram að misnotkun á þroskahömluðu, sofandi og ölvuðu fólki er skilgreint sem nauðgun. Refsing verður þyngri ef brotaþoli er yngri en átján ára, eða ef gerandinn hefur áður framið kyn- ferðisbrot . Þá hefur hámarksrefsing fyrir kynferðismök við börn yngri en 15 ára verið þyngd upp í 16 ára fangelsi. Og alvarleg kynferðisbrot gegn börnum fyrnast ekki. Réttarkerfið Ísland er réttarríki , sem þýðir að öllum ber að fara eftir lögum. Að búa í réttar- ríki þýðir að það á ekki að refsa fólki fyrir verknað sem ekki er bannaður samkæmt lögum. Eins má ekki dæma fólk án undan- genginna réttarhalda. Dómstólar verða að fylgja nákvæmum reglum í öllum málum sem þeir fjalla um. Ákærendur fara með ákæruvaldið. Þeir eiga að tryggja að þeir sem fremja afbrot hljóti refsingu.   Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Hann fer með ákæruvaldið sem og lögreglustjórar hver í sínu umdæmi auk Ríkislögreglustjóra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Ríkissaksóknari fer með ákæruvald vegna brota sem þyngst refsing liggur við og í sjald- gæfari og vandasamari opinberum málum sem getur tekið vikur og jafnvel mánuði að rannsaka. Dæmi um slík mál eru efnahags- glæpir og manndráp. Lögreglustjórar eða sýslumenn höfða önnur opinber mál svo sem vegna þjófnaðar og eignaspjalla. Dómstólar Þeir sem brjóta af sér mega búast við því að verða leiddir fyrir rétt. Ákæruvaldið tekur ákvörðun um hvort draga beri einhvern fyrir dóm. Dómstólar skera svo úr um hvort verknaðurinn sem um ræðir sé refsiverður, hvort sönnunargögnin séu nægjanleg til sak- fellingar, hvort beri að refsa þeim ákærða og þá hvernig. Í íslenskum rétti gildir sú regla að sérhver maður sé saklaus uns sekt hans er sönnuð. Reyndar finnst þessi regla í öllum þróuðum lýðræðisríkjum. Héraðsdómstólarnir eru alls átta talsins á Íslandi. Hvaða dómstóll er í þinni heimabyggð? Eitt helsta hlutverk lögreglu er að gæta öryggis almennings og að halda uppi lögum og reglum í landinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=