Á ferð um samfélagið

144 Frávikshegðun hefur einnig galla í för með sér. Fólk sem sýnir frávikshegð- un beinir athyglinni að sér. Aðrir geta hætt að umgangast það, gert grín að því og það jafnvel orðið fyrir árásum. Hvort það sé þess virði eða ekki að brjóta við- mið fer eftir því hverju fólk býst við að ná fram, það er hvort það græði eða tapi á brotinu. Einnig skiptir máli hvað þeim sem sýnir frávikshegðun finnst um við- miðið sjálft. Þeir, sem finnst ósanngjarnt að þurfa að standa í biðröð, eru líklegri en aðrir til að reyna að sleppa því. Við megum heldur ekki gleyma þeim sem verða fyrir barðinu á frávikurunum, það er að segja þolendum. Mörgum sinnum á dag stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vega og meta hvaða afleiðingar hegðun okkar hefur eða getur haft á líf okkar. Afbrot Afbrot eru alvarlegasta tegund fráviks- hegðunar. Með hugtakinu afbrot er átt við að einstaklingur brjóti meginreglur samfélagsins, þau viðmið sem stjórnvöld hafa skilgreint sem lög. Allt sem hefur verið sagt um frávik á einnig við um afbrot. Hægt er að hagnast verulega á afbrotum, þau geta fært brotamannin- um peninga, völd og margs konar eftir- sóknarverða hluti. En þau geta augljós- lega líka kostað mikið, allt frá sektum til fangelsisdóma og jafnvel dauða. En hafa skal í huga að afbrot er bara lítill hluti frávika og það sem reiknast sem frávik getur verið ákaflega breytilegt milli samfélaga. Það sem er leyft í einu samfélagi getur verið bannað í öðru. Og það eru stjórnvöld sem ákveða hvað eru afbrot og hvað ekki. Á Íslandi er það Alþingi sem býr til lögin og segir til um hver hámarks eða lámarksrefsing eigi að vera fyrir hvert lögbrot. Lögregla og dómstólar skoða hvert mál fyrir sig og ákveða hvort ástæða sé til að ákæra eða ekki og þá hversu væg eða hörð refsingin eigi að vera. Ef þú hefur náð þér í forrit fyrir tölvuna þína eða hlaðið niður tónlist og kvikmyndum án þess að borga fyrir vöruna, þá er það ólöglegt og þú hefur framið afbrot. Ef þú halar niður svo- kölluðum sjóræningjaútgáfum af tölvu- forritum og leikjum eða bíómyndum sem varin eru höfundarrétti , þá er hægt að refsa þér fyrir verknaðinn. Yfirvöld setja lög og ákveða hvernig eigi að refsa fyrir ólíkar tegundir afbrota. Hvergi er algjört samkomulag um hvaða hegðun ætti að leyfast og hverja ætti að banna. Hugmyndir fólks um réttlæti breytast, það sem er bannað nú getur verið leyft eftir nokkur ár. Alvarlegasta tegund frávika eru afbrot – það er hegðun þar sem einstaklingurinn brýtur það sem stjórnvöld hafa skilgreint sem lög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=