Á ferð um samfélagið

VIÐMIÐ OG FRÁVIK : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 143 Hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt? Hvaða skilning leggur þú í að vera venjuleg eða eðlileg mannvera? Við verðum að velta þessari spurningu fyrir okkur því þeir sem eru ekki eðlilegir hljóta að vera frávik. Er eðlilegt að vera ljóshærð(ur) og brúneygð(ur)? Er eðli- legt að vera örvhent(ur)? Hvað þýðir að vera óvenju skapstór? Hvað þýðir að hafa eðlilega greind? Er eðlilegt að borða hráan fisk (sushi) eða súra hrúts- punga? Er eðlilegt að veikjast – og ef svo er þá hversu oft má maður veikjast áður en það telst óeðlilegt? Í raun er ekki til neitt sem heitir eðlileg hegðun því það sem er eðlilegt í einu samfélagi getur þótt óeðlilegt í öðru. Eins og sést þá eru frávik mjög vítt hugtak og skilgreiningar á hvað telst til frávika og hvað ekki eru mjög mis- munandi eftir menningarheimum . Skilningur flestra á fráviki óháð menn- ingu er sá að það sé hegðun sem brýtur í bága við ríkjandi viðmið og gildi í því samfélagi sem þau eiga sér stað í. Við- mið breytast og það sem er frávik núna þarf ekki að vera frávik að einhverjum tíma liðnum. Kostir og gallar við frávik Frávikshegðun getur haft kosti í för með sér. Ef nægjanlega margir brjóta ákveðin viðmið geta þau breyst. Áður fyrr var til að mynda samkynhneigð karla bönnuð með lögum (178. gr almennra hegningarlaga frá 1869) og giltu þau lög fram til 1940. Engar reglur voru hins vegar til um samkyn- hneigð kvenna. Einhverja þurfti til að brjóta ísinn, koma út úr skápnum og opna leið fyrir aðra samkynhneigða. Og þeim tókst að breyta viðmiðum. Sjaldgæft er nú að samkynhneigðir verði fyrir fordómum hér á landi vegna kynhneigðar sinnar þótt vissulega komi það fyrir. Í sumum ríkjum er enn í gildi dauðarefsing fyrir samkynhneigð. HUGTAK Frávikshegðun Frávikshegðun er sú hegðun sem er öðruvísi en hegðun meirihlutans. Því frábrugðnari sem frávikshegðunin er, þeim mun meira eða „alvarlegra“ er frávikið. Sum viðmið breytast með tímanum ef nægjanlega margir brjóta þau. Getur þú fundið dæmi um viðmið sem bönnuðu hegðun sem er leyfð í dag?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=