Á ferð um samfélagið

TRÚARBRÖGÐ : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 139 Viðfangsefni 15. Hver eru helstu trúarbrögð heims? Taktu fyrir heimsálfurnar og kann- aðu hver staða helstu trúarbragða er innan þeirra. 16. Aflaðu þér upplýsinga um hindú- isma, helstu guði, útbreiðslu og stéttskiptingu sem grundvallast á þessari trú. Af hverju flokkast hindú- ismi ekki sem hnattræn trúarbrögð? 17. Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og leitaðu upp- lýsinga um annars vegar þróunar- kenningu Darwins og hins vegar sköpunarkenningu Biblíunnar. Af hverju stangast þessar kenningar á? 18. Stangast kristni á við trú á álfa og huldufólk? Leitaðu upplýsinga og rökstyddu svarið. Heimildavinna 19. Veldu eitt af hnattrænu trúarbrögð- unum og kynntu þér þau nánar. Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir við upplýsinga- öflunina. 20. Bjóðið sóknarprestinum, leiðtogum annarra trúarhópa eða guðleysingja í heimsókn til að ræða og svara spurningum um trúmál. Bekkurinn verður að undirbúa spurningarnar fyrirfram. 21. Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og reyndu að finna af- stöðu trúarbragða (hindúatrú, búdda- trú, gyðingdóms, kristni og íslams) og trúleysingja til eftirfarandi atriða: afvopnunar, fóstureyðinga, skilnaða, vandamála þróunarlanda, framhjá- halds, kynþáttamisréttis, líknardráps og samkynhneigðar. 22. Leitaðu upplýsinga um búddatrú í Tíbet og hvaða hlutverki Dalai Lama gegnir þar. 23. Hvað veist þú um ofsóknir á hendur gyðingum? Notaðu námsbækur, fræði- rit, netið eða aðrar heimildir og reyndu að finna skýringar á því af hverju gyð- ingar voru ofsóttir. 24. Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og reyndu að bera sam- an hlutverk Jesú, Múhameðs og Búdda í trúarbrögðum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hvað er líkt og hvað er ólíkt með þeim? 25. Hvernig skilgreinir þú hugtakið íslömsk bókstafstrúarhreyfing? Sumir múslímar vilja innleiða Sharía-lög sem lög alls samfélagsins. Sharía er skilgreint sem íslömsk lög sem eru byggð á helgibók múslíma, Kóraninum. Notaðu náms- bækur, fræðirit, netið eða aðrar heim- ildir og kynntu þér nánar sharía-lögin. 26. Veldu þér ein trúarbrögð og kannaðu hvort þau hafi mismunandi afstöðu til karla og kvenna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=