Á ferð um samfélagið

138 Finndu svar 2. Hvaða þrjú meginþemu koma fyrir í flestum trúarbrögðum heims? 3. Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð? 4. Öll trúarbrögð heims urðu til á til- tölulega stuttu tímaskeiði í mann- kynssögunni eða á milli áranna 800 f.Kr og 650 e.Kr. Hver var ástæðan fyrir því? 5. Hvaða trúarbrögð eru sprottin upp úr gyðingdómi? 6. Taugasérfræðingar hafa verið að rannsaka áhrif trúar á heilann. Hverju komust þeir að? 7. Hvað er átt við með að trúin bjóði fjölda fólks upp á svör við spurning- um sem vísindin geta ekki svarað? Hvers konar svör gætu það verið? Umræðuefni 8. Sumir bókstafstrúarmenn reyna að þvinga viðhorfum sínum upp á aðra með öllum ráðum. Getur þú nefnt dæmi um bókstafstrúarmenn sem þetta á við um? Skoðaðu fjöl- miðla (t.d. á netinu) og athugaðu hvort þeir séu með umfjöllun um slíka bókstafstrúarhópa (helst innan allra stóru trúarbragðanna). 9. Sagt er að í mörgum tilfellum leiði trúarbrögð til vandræða í sam- félögum, til dæmis vegna skorts á umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum eða hópum. Reyndu að finna dæmi, til dæmis úr fjöl- miðlum, sem staðfesta þessa full- yrðingu. 10. Hvað er átt við með að trúarbrögð eigi að vera einkamál hvers og eins? Ertu sammála þessari fullyrðingu? Hvers vegna, hvers vegna ekki? 11. Nokkur ríki hafa bannað trúartákn á almannafæri, þar á meðal Frakk- land. Eiga Íslendingar að fara sömu leið og banna til dæmis helgileiki í skólum eða krossa svo dæmi séu tekin? Hver er þín skoðun? 12. Því er haldið fram að vægi trúar fari minnkandi í vestrænum þjóð- félögum. Hverjar eru hugsanlegar skýringar á minnkandi vægi trúar? 13. Af hverju heldur þú að svo margir láti ferma sig, gifti sig í kirkju eða fari í kirkju um jól meðan bara lítill hluti þjóðarinnar sækir venjubundna guðsþjónustu í kirkju? 14. Skoðaðu myndirnar á forsíðu kafl- ans bls. 131–132. Hvaða myndir standa fyrir hvaða trúarbrögð? trú siðfræði dýrkun náttúrutrú klerkaveldi gullna reglan bókstafstrú þjóðernishreinsanir helgisiðir Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=