Á ferð um samfélagið

12 HUGTAK Samfélagið mótar þig Við skulum láta hugann reika 15 til 16 ár aftur í tímann eða að þeim degi þegar foreldrar þínir fengu stóru gjöfina, það er þig. Inn í hvers konar samfélag fæddist þú? Hvernig var nátt- úran umhverfis þig? Ólst þú upp í þéttbýli eða dreifbýli, á Íslandi eða einhverju öðru landi? Hvernig fólki kynntist þú? Voru kartöflur, hrís- grjón eða pasta eðlilegur hluti af hverri máltíð? Hvaða borðsiðum var þér kennt að fara eftir? Ímyndaðu þér að þú hefðir fæðst í regn- skógum Amason í Suður-Ameríku. Þá hefðir þú átt heima í litlu þorpi langt frá öllu sem Vesturlandabúar telja til nauðsynja. Í þorpinu er hvorki rafmagn né rennandi vatn og fólk veit ekki hvað peningar eru. Líf þitt væri tals- vert ólíkt öllu því sem þú átt að venjast nú. Við getum líka velt fyrir okkur hvernig líf þitt hefði orðið ef þú hefðir fæðst fyrir 200 árum en á sama stað og nú. Á þeim tíma voru þorp að myndast hér á landi og fólki fór fjölgandi eftir mikil harðindi og mannfall sem einkenndi 18. öldina. Lífið í sveitinni Hér á landi ríkir ferðafrelsi og þegar þú verður 18 ára (sjálfráða og fjárráða) ræður þú því hvar þú býrð. Ef þú hefðir verið uppi á 19. öld hefði veruleikinn verið allur annar. Þá vann meiri- hluti þjóðarinnar við hefðbundinn landbúnað. Skilyrði til landbúnaðar voru verri hér en ann- ars staðar í Evrópu. Ástæður fyrir því eru með- al annars þær að undirlendi er hér takmarkað og sumur stutt. Algengt var að vinnumenn og einstaka vinnukonur væru sendar til róðra á vertíðum en húsbændur hirtu allan aflahlut- inn. Kaupið var lítið, menn réðu sig í vinnu fyrir fæði og húsnæði og einhverja smáaura. Á jörðunum var stundaður sjálfsþurftar- búskapur en með því er átt við að hvert býli framleiddi flest allt af því sem það þarfnaðist fyrir sjálft sig en lítið umfram það. Í fatavali var ekki úr miklu að moða, fólk klæddist ullarfatnaði yst sem innst. Sjálfsþurftarbúskapur Hugtakið sjálfsþurftarbúskapur vísar til þess þegar hvert heimili, bóndabær eða sveitaþorp er sjálfu sér nægt að flestu leyti um framleiðslu á matvælum og öðrum nauðþurftum. Peningar og aðrir gjaldmiðlar eru nær óþekktir og fólk stundar frekar vöru- og vinnuskipti. Sumarnótt eftir Gunnlaug Scheving.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=