Á ferð um samfélagið

136 Tilbeiðsla Í mörgum trúarbrögðum er mikið lagt upp úr helgiathöfnum, hátíðum og pílagrímsferðum en það er gert til að styrkja samstöðu meðal áhangenda. Helgisiðir eru endurteknar hátíðlegar athafnir sem eiga sér stað við bæna- hald eða á helgum dögum. Margar slíkar athafnir hafa tilfinningalegt gildi í samfélaginu bæði meðal trúaðra og trúlausra. Sumt trúlaust fólk kýs til að mynda að halda upp á merkisatburði eins og giftingu og nafngift með trúar- legu ívafi. Það sama á við um hátíðir hér á landi eins og þær sem kirkjan býður upp á um jól og páska. Líkamlegar þolraunir eins og föstur eru oft notaðar sem prófsteinn á trú og eins pílagrímaferðir sem eru ferðalög til helgra staða. Fyrirhöfnin sem fylgir ferðalaginu á að reyna á trúarstyrk ferðalangsins. Pílagrímagöngur hafa haft mikilvægt efnahagslegt gildi, sér- lega fyrir hina heilögu staði en einnig fyrir þorp og bæi sem eru á leiðinni að lokamarkinu. Þetta er snar þáttur í endurvakningu pílagrímaferða í Evrópu á síðustu áratugum. Hér á landi eru einnig farnar pílagríma- göngur sem enda til dæmis í Skálholtskirkju eða Landakotskirkju. Bænahald og hugleiðsla er and- leg iðkun í einrúmi eða í hópi. Bæn er ákall til guðs. Fólk biður til að fá fyrirgefningu synda sinna, þakka fyrir blessun eða leita lausnar á vanda- málum. Hugleiðsla snýst um að róa hugann og einbeita honum til að losna við áhyggjur og önnur áreiti. Pílagrímagöngur tíðkast meðal margra ólíkra trúarhópa. Klerkaveldi Í klerkaveldi hafa trúarleiðtogar allt pólitískt vald. Klerkaveldi hafa risið í ólíkum trúarbrögðum. Íran er til dæmis eina hreinræktaða klerkaveldið nú á dögum þótt Páfagarður (kaþólska) sé einnig flokkaður þannig. Forseti Írans og þing eru kosin í almennri kosn- ingu en íslamskt klerkaráð hefur neitunarvald. Maðurinn, bls. 267

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=