Á ferð um samfélagið

TRÚARBRÖGÐ : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 135 Hindúismi hefur haft víðtæk áhrif á Vesturlönd í gegnum heimspeki, hug- leiðslu og tónlist. Gyðingdómur er ekki flokkaður sem hnattræn trúarbrögð en hann er gjarnan talinn upp meðal helstu trúarbragða heims vegna þess að bæði kristni og íslam eru sprottin upp úr honum. Fjölmörg önnur trúarbrögð eru til á jörðinni og mörg þeirra hafa náð töluverðri staðbundinni útbreiðslu. Sum staðbundnu trúarbrögðin kallast þjóðflokkatrú vegna þess að þau tengjast ákveðnum ættflokki, þjóð eða ríki. Áhangendur slíkra trúarbragða stunda yfirleitt ekki trúboð. Ásatrú gæti verið dæmi um þjóðflokkatrú en hún var ríkjandi hér á landnámsöld og þar til kristni var lögtekin árið 1000. Annað dæmi er sjintótrú í Japan en höfuðþáttur í þeirri trú er virðing fyrir náttúrunni. Átök og spenna Öfgafyllstu iðkendur trúarbragða kallast bókstafstrúarmenn en í því felst að fólk trúir bókstaflega öllu því sem stendur í helgiritum. Bókstafstrú er til í öllum trúarbrögðum. Bókstafstrú eða strang- trúarstefna meðal kristinna byggist á bókstaflegum skilningi á Biblíunni. Hún er talin óskeikul til dæmis í sagnfræði og náttúruvísindum. Það sama á við um sumar stefnur innan íslam sem halda því fram að Kóraninn geymi alhliða reglur um skipan samfélagsins. Sumir bókstafstrúarmenn reyna að þröngva viðhorfum sínum upp á aðra með öllum tiltækum ráðum, jafnvel með ofbeldi og hryðjuverkum. Víða eru trúarbrögð notuð sem áróðurstæki til að koma pólitískum boðskap á framfæri. Í borgarastríðinu í Bosníu-Hersegóvínu (fyrrum Júgóslavíu) notfærðu stjórn- málamenn sér togstreitu á milli kristinna og múslíma. Á mjög stuttum tíma tókst að mynda ofsahatur á milli þessara trú- arhópa. Hatrið var svo notað til að rétt- læta þjóðernishreinsanir . Fólk var myrt vegna trúar sinnar eða þá þvingað til að flytja burt af svæðum sem það hafði búið á um aldir. Krossfarar voru kristnir hermenn sem sóru þess eið að berjast gegn þeim sem þeir töldu heiðingja í landinu helga. Kross- ferðirnar hófust árið 1095. Aðalmarkmiðið var að ná Jerúsalem aftur úr höndum múslíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=