Á ferð um samfélagið

134 Flest trúarbrögð urðu til í litlum hóp- um á afmörkuðum svæðum í Miðaust- urlöndum. Nokkur þeirra stækkuðu og náðu að breiðast út um alla veröld. Til að trúarbrögð geti flokkast sem hnattræn verða þau að vera í boði fyrir alla óháð tíma, staðsetningu, kynþætti, kyni eða starfi. Trúboð er oft áberandi og áhangendur trúarinnar reyna að vinna sem flesta á sitt band. Nú flokkast þrenn trúarbrögð sem hnattræn því þau eiga áhangendur í öllum heimshlutum. Elst þessara trúarbragða er búddatrú – en hún finnst aðallega í Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu. Kristni er útbreiddasta trú veraldar og jafnframt fjölmennust. Höfuðvígi kristninnar eru í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Kristni hefur einnig náð töluverðri útbreiðslu í Afríku og Asíu. Yngst hnattrænu trúarbragðanna er íslamstrú , en hún hefur einkum náð útbreiðslu í Mið- Austurlöndum, Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Hindúismi flokkast ekki sem hnattræn trúarbrögð því hindúar stunda ekki trúboð. Þú getur ekki tekið upp hindúatrú öðruvísi en að fæðast inn í trúna. Flestallir Indverjar eru hindúatrúar þannig að sú trú er fjölmennari en til dæmis búddatrú. Útbreiðsla helstu trúarbragða í heiminum. Útbreiðsla trúarbragða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=