Á ferð um samfélagið

TRÚARBRÖGÐ : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 133 Á tímabilinu milli 800 f.Kr og 650 e.Kr urðu miklar framfarir í landbúnaði og mannfjöldi jókst. Ör vöxtur borga og aukin viðskipti milli fólks kölluðu á sið- ferðilegar kenningar um hvernig fólk ætti að hegða sér í samskiptum sín á milli. Á þessu sama tímaskeiði urðu helstu trúar- brögð heims til, svo sem búddismi, kristni og íslamstrú. Öll þessi trúarbrögð eiga það sameiginlegt að innihalda skriflegar siðareglur um líf fólks. Siðaboðskapur Öll trúarbrögð í heiminum setja einstakl- ingnum reglur um hegðun og hugsun. Hin svokallaða „gullna regla“ , sem fyrir- finnst í fjölmörgum trúarbrögðum og siðakerfum er skýrasta dæmið um slíka leiðsögn. Með henni er lögð áhersla á að breyta rétt við aðra: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig“, eða „ekki gera öðrum neitt það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér“. Reglan hvetur fólk til að setja sig í spor annarra. Hún á að stuðla að manngæsku, heiðar- leika og trausti og hamla á móti valdníðslu. Gullna reglan, sem er ævagömul, er meðal annars hornsteinn kristinnar trúar. Hún hefur mótað það viðhorf að allir menn séu jafn mikilvægir og að allir eigi rétt á að komið sé fram við þá af sanngirni og virð- ingu. Þessi regla er nú undirstaða Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Vegna þess hversu einföld reglan er finnst hún í fjölmörgum trúarbrögðum og menningarheimum. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi: Kristni: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. (Matt. 7.12) . Íslam: Enginn ykkar er sanntrúaður fyrr en hann óskar bróður sínum þess hins sama og hann óskar sér. (Sunna, 40 Ahadith af Al-Nawawi,13). Gyðingdómur: Það sem þér finnst sjálfum andstyggilegt skaltu ekki beita gegn náungum þínum. (Talmud, Shabbat 3id). Búddismi: Þú skalt ekki særa aðra á þann hátt sem þú hefur sjálfur upplifað sem særandi. (Udana-Varga 5,18). Hindúismi: Gerðu ekki öðrum það sem myndi valda þér sárs- auka væri það gert við þig. Komdu ekki þannig fram við aðra að það myndi valda þér óþægindum yrði það gert gegn þér. Það er eðli sið- ferðisins. (Mahabhharata XIII.114.8).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=