STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 129 19. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi hér á landi síðustu ár. Af hverju heldur þú að það sé? Munt þú nýta þér kosningaréttinn þegar þar að kemur? Hvers vegna, hvers vegna ekki? 20. Hvaða mál eru efst á baugi núna sem ríkisstjórn landsins þarf að fást við? Ef þú réðir – hvernig myndir þú leysa málið? Rökstyddu svarið. Viðfangsefni 21. Hver er verkstjóri ríkisstjórnar Íslands og hver fer með þetta embætti nú? Kynntu þér í hverju störf verkstjórans eru aðallega fólgin. 22. Í stjórnarskrá Íslands er sagt að forseti Íslands sé æðsti maður framkvæmdavaldsins? En er hann það? Kynntu þér málið og segðu þína skoðun. 23. Kynntu þér helstu hlutverk sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem þú býrð? 24. Hvernig og hvenær fara Alþingiskosningar fram? Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og kynntu þér hvaða flokkar eiga fulltrúa á þingi nú. Hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn og hvaða flokkar eru í stjórnarandstöðu? 25. Þú ákveður að bjóða þig fram til Alþingis við næstu kosningar. Hver eru helstu baráttumál þín? Skrifaðu framboðsræðu með helstu baráttumálum þínum og rökstyddu af hverju fólk ætti einmitt að kjósa þig en ekki einhvern annan? Heimildavinna 26. Hverjir sitja í sveitarstjórn í þínu sveitar- félagi? Fyrir hvaða flokk eða lista sitja fulltrúarnir? Hver er kynjaskiptingin í sveitarstjórninni? Hver er aldur og hvaða menntun hafa viðkomandi sveitarstjórnarmenn? 27. Skoðaðu þrískiptingu ríkisvaldsins í nokkrum ríkjum (t.d. Bandaríkin, Rússland, Pólland, Filippseyjar, Norðurlöndin, Norður-Kórea, Brasilía, Indland). Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og kynntu þér stjórnarfar í ofangreindum ríkjum eða einhverjum öðrum. 28. Það líður vart sá dagur að við heyrum ekki um borgarastríð eða átök einhvers staðar í heiminum. Hvar eru helstu átakasvæðin núna? Hverjir eru að berjast og af hverju? 29. Kynntu þér bandaríska frelsisstríðið 1775–1783 og frönsku stjórnarbyltinguna 1789. Út á hvað gengu þessar byltingar og hvaða áhrif höfðu þær á heimsbyggðina? 30. Skoðaðu vef Alþingis/ungmennavef Alþingis og kynntu þér hverjir sitja á þingi, fyrir hvaða flokk og úr hvaða kjördæmi þeir koma. Skoðaðu líka kynja- og aldurssamsetningu þingmanna. Hvort sitja fleiri karlar eða konur á Alþingi? Hver er meðalaldur þingmanna? Í hvaða kjördæmi er meðalaldurinn hæstur og í hvaða kjördæmi er hann lægstur? Hver er meðalaldur karla og hver er meðalaldur kvenna á þingi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=