Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 129 19. Kosningaþátttaka hefur farið minnk- andi hér á landi síðustu ár. Af hverju heldur þú að það sé? Munt þú nýta þér kosningaréttinn þegar þar að kemur? Hvers vegna, hvers vegna ekki? 20. Hvaða mál eru efst á baugi núna sem ríkisstjórn landsins þarf að fást við? Ef þú réðir – hvernig myndir þú leysa málið? Rökstyddu svarið. Viðfangsefni 21. Hver er verkstjóri ríkisstjórnar Íslands og hver fer með þetta embætti nú? Kynntu þér í hverju störf verkstjórans eru aðal- lega fólgin. 22. Í stjórnarskrá Íslands er sagt að forseti Íslands sé æðsti maður framkvæmda- valdsins? En er hann það? Kynntu þér málið og segðu þína skoðun. 23. Kynntu þér helstu hlutverk sveitar- stjórnar í því sveitarfélagi sem þú býrð? 24. Hvernig og hvenær fara Alþingiskosn- ingar fram? Notaðu námsbækur, fræði- rit, netið eða aðrar heimildir og kynntu þér hvaða flokkar eiga fulltrúa á þingi nú. Hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn og hvaða flokkar eru í stjórnarandstöðu? 25. Þú ákveður að bjóða þig fram til Alþingis við næstu kosningar. Hver eru helstu baráttumál þín? Skrifaðu framboðs- ræðu með helstu baráttumálum þínum og rökstyddu af hverju fólk ætti einmitt að kjósa þig en ekki einhvern annan? Heimildavinna 26. Hverjir sitja í sveitarstjórn í þínu sveitar- félagi? Fyrir hvaða flokk eða lista sitja fulltrúarnir? Hver er kynjaskiptingin í sveitarstjórninni? Hver er aldur og hvaða menntun hafa viðkomandi sveitarstjórnarmenn? 27. Skoðaðu þrískiptingu ríkisvaldsins í nokkrum ríkjum (t.d. Bandaríkin, Rúss- land, Pólland, Filippseyjar, Norður- löndin, Norður-Kórea, Brasilía, Ind- land). Notaðu námsbækur, fræðirit, netið eða aðrar heimildir og kynntu þér stjórnarfar í ofangreindum ríkjum eða einhverjum öðrum. 28. Það líður vart sá dagur að við heyrum ekki um borgarastríð eða átök ein- hvers staðar í heiminum. Hvar eru helstu átakasvæðin núna? Hverjir eru að berjast og af hverju? 29. Kynntu þér bandaríska frelsisstríðið 1775–1783 og frönsku stjórnarbylt- inguna 1789. Út á hvað gengu þessar byltingar og hvaða áhrif höfðu þær á heimsbyggðina? 30. Skoðaðu vef Alþingis/ungmennavef Alþingis og kynntu þér hverjir sitja á þingi, fyrir hvaða flokk og úr hvaða kjördæmi þeir koma. Skoðaðu líka kynja- og aldurssamsetningu þing- manna. Hvort sitja fleiri karlar eða konur á Alþingi? Hver er meðalaldur þingmanna? Í hvaða kjördæmi er meðalaldurinn hæstur og í hvaða kjördæmi er hann lægstur? Hver er meðalaldur karla og hver er meðal- aldur kvenna á þingi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=