Á ferð um samfélagið

128 Finndu svar 2. Útskýrðu hvað felst í fullyrðingunni að stjórnmál snúist um valdaskiptingu. 3. Hvaða skilyrði þurfa ríki að uppfylla til að geta talist lýðræðisleg samkvæmt skoðunum Vesturlandabúa? 4. Lýstu þrískiptingu ríkisvaldsins. Hver var tilgangurinn með skiptingunni? 5. Hvernig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað hér á landi? Á milli hvaða aðila skiptast völdin? 6. Ísland er þjóðríki. Hvað felst í því? 7. Hvenær fengu Íslendingar fyrstu stjórnarskrána og frá hverjum? 8. Hverjir hafa kosningarétt hér á landi? 9. Hér á landi eins og í flestum lýðræðisríkjum er fulltrúalýðræði. Útskýrðu það nánar. 10. Íslandi er skipt í sex kjördæmi. Hver eru þau og hversu margir þingmenn tilheyra hverju kjördæmi? Hvað heitir þitt kjördæmi? 11. Hvernig geta kjósendur haft áhrif á framboðslista flokka í sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningum? 12. Hvernig er ríkisstjórn Íslands kosin og hvert er helsta hlutverk hennar? 13. Fyrir 200 árum var Ísland ekki lýðræðisríki. Útskýrðu það nánar. Umræðuefni 14. Völd snúast meðal annars um að útdeila réttindum og skyldum meðal fólks. Hvaða réttindi og hvaða skyldur hefur þú í bekknum/skólanum þínum? 15. Tjáningarfrelsi er hluti af lýðræðislegum réttindum Íslendinga. Hvað felst í hugtakinu tjáningarfrelsi? Máttu segja hvað sem þú vilt og um hvern sem þú vilt eða eru einhverjar takmarkanir sem fylgja tjáningarfrelsi? Hver er þín skoðun á því? 16. Útskýrðu af hverju yfirvöld um alla Evrópu lögðu litla áherslu á að mennta alþýðu manna á 19. öld. Heldur þú að þetta sjónarhorn sé enn við lýði einhvers staðar í heiminum? Útskýrðu svarið. 17. Sums staðar hefur verið reynt að sameina sundurleitar þjóðir í eitt sameiginlegt ríki. Reyndu að finna dæmi þar sem sameiningin hefur gengið vel og ríki þar sem sameiningin hefur gengið illa. 18. Í reglubundnum kosningum er vilji þjóðarinnar kannaður og litið er á vilja meirihlutans sem vilja þjóðarinnar. En er það lýðræðislegt að virða ekki vilja minnihlutans? Hvað finnst þér? mannréttindi lýðræði vald þjóð þjóðríki Montesquieu þjóðerniskennd kosningaréttur kjörgengi beint lýðræði óbeint lýðræði þjóðaratkvæðagreiðsla stjórnarskrá stjórnmálaflokkur þingræði Verkefni 1. Skilgreindu eftirfarandi orð og hugtök:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=