Á ferð um samfélagið
HVAÐ ER SAMFÉLAG : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 11 Umheimurinn gerir æ meiri kröfur. Skólinn verður erfiðari. Og þeir sem hætta í skóla finna fljótt út að kröfurnar í vinnunni eru ekki minni eða auðveldari en í skólanum. Og svo þurfa flestir sem eru í vinnu en ekki í skóla að standa undir útgjöldum með því að borga heim. Á unglingsaldrinum vakna upp stóru spurn- ingarnar um lífið og tilveruna. Þetta eru viða- miklar og oft erfiðar spurningar. Alls kyns tilfinn- ingar flækja málin ennþá meira. Nú þurfum við að taka afstöðu til starfsvals, stjórnmálaskoð- anna, trúarskoðanna, hugmynda um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, áhugamál og líkamsímynd. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka. Þessar ákvarð- anir eru þó ekki teknar í neinni skyndingu, heldur koma þær smám saman. Þær samanstanda af mörgum minni ákvörðunum til dæmis um hverjum maður eigi að fara út með, hvort eigi að vera með einhverjum á föstu, hvort kominn sé tími til að hafa samfarir. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hvort rétt sé að nota dóp eða vímu- efni, hvort eigi að halda áfram í skóla eða leita að vinnu, hvað eigi þá að læra, hvort rétt sé að taka þátt í starfi stjórnmálaflokks. Þessar og fleiri ákvarðanir geta virst léttvægar þegar verið er að taka þær, en smám saman raðast þær saman og verða að þinni eigin sjálfsmynd. Sigurlína Davíðsdóttir, 2003
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=