Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 127 Stjórnarskráin okkar segir ekkert um stjórnmálaflokka þó þeir séu mjög mikilvægir í stjórnkerfinu. Stjórnvöld hér á landi geta ekki bannað stjórn- málaflokk nema hann beiti ólög- mætum aðferðum, svo sem ofbeldi, hryðjuverkum eða mútum svo dæmi séu nefnd. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum stjórnmála- flokkum síðari ár. Flokkar hafa sam- einast og nýir flokkar verið myndaðir jafnframt því sem aðrir hafa ekki náð manni inn á Alþingi eða í sveitar- stjórnir og hætt í kjölfarið. Í Alþingiskosningum kýs fólk lista eins stjórnmálaflokks. Ef kjósendum líkar ekki við einhverja frambjóðendur á listanum geta þeir strikað yfir nafn þeirra eða breytt röð þeirra á fram- boðslistanum. Með þessu eru kjós- endur að senda skilaboð til flokks- forustunnar um ákveðna frambjóð- endur listans. Þingræði Ríkisstjórnin hefur mikil völd en hún verður samt að reiða sig á meirihluta alþingismanna til að ná málum sínum fram. Ríkisstjórnin er ekki kosin beint heldur eru það úrslit alþingiskosninga sem ráða því hvaða flokkar ná völdum og mynda ríkisstjórn. Alþingi og ríkis- stjórnin taka ákvarðanir um málefni sem snerta alla landsmenn – hvort heldur í utanríkismálum eða náttúru- verndarmálum og fiskveiðistjórnun. Ef okkur líkar ekki við stjórnunarstíl og stefnu ráðandi flokka getum við kosið nýjan flokk eða lista við næstu kosningar. HUGTAK Stjórnmálaflokkar Stjórnmálaflokkar eru samtök fólks um að standa fyrir ákveðnum hugmyndum í stjórnmálum með það að augnamiði að ná völdum. Fólk skiptist í flokka eftir stefnum, hagsmunum, sameiginlegum skoðunum og hugsjónum. Í lýðræðisríkjum bjóða stjórnmálaflokkar sig fram í listakosningum. Það er ekki sjálfgefið að umræða á þjóðþingum sé með jafn „friðsömum“ hætti og á Alþingi Íslendinga. HUGTAK Þingræði Hér á landi gildir reglan um þingræði sem þýðir að meiri- hluti þingmanna ræður. Ef ríkisstjórn hefur ekki stuðning meirihluta þingmanna verður hún að segja af sér, krefjist meirihluti þingmanna þess, og fara frá völdum. Í kjölfarið er svo boðað til nýrra kosninga til Alþingis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=