Á ferð um samfélagið

126 Stjórnmálaflokkar Í fulltrúalýðræði eins og við höfum hér á Íslandi kýs almenningur tiltekna einstaklinga sem fulltrúa sína. Fólk myndar stjórnmálaflokka og hver kjós- andi velur þann flokk sem honum lýst best á hverju sinni. Flokkarnir kynna stefnu sína og keppa um atkvæði í kosn- ingabaráttu. Sá flokkur sem fær flest atkvæði verður yfirleitt valdamestur, þ.e. fær flesta þingmenn kjörna inn á Alþingi þó til séu undantekningar á því. Oft telst sá listi sem bætir við sig flestum þingmönnum sigurvegari kosninganna og fær umboð frá forseta Íslands til að mynda ríkisstjórn. Kjördæmi Fjöldi þingmanna Reykjavíkurkjördæmi norður 11 Reykjavíkurkjördæmi suður 11 Norðvesturkjördæmi 9 Norðausturkjördæmi 10 Suðurkjördæmi 10 Suðvesturkjördæmi 12 Landsmálapólitík Þegar fjallað er um landsmálin eða landsmálapólitíkina er venjulega átt við Alþingi og ríkisstjórnina. Kosningar til Alþingis eru að öllu jöfnu á fjögurra ára fresti og þær eru ekki ósvipaðar sveitarstjórnarkosningum. Nær oftast velja kjósendur á milli kosningalista stjórnmálaflokka en þó geta samtök eða einstaklingar sem ekki beint teljast stjórnmálaflokkur boðið fram lista annaðhvort í einstökum kjördæmum eða á landsvísu. Alþingiskosningar eru mjög þýðingamiklar því þá kýs þjóðin fulltrúa (þingmenn) sína til starfa á Alþingi. Íslandi er skipt í sex kjördæmi , þau eru tilgreind í töflunni hér til hliðar og eins hve margir þingmenn fá sæti á Alþingi í hverju kjördæmi. Við alþingiskosningar skiptist landið í sex kjördæmi með mismörgum þingsætum. Margir litu á árásina á tvíburaturnana í New York sem beina árás á lýðræðið í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=