STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 125 kjósendur geta valið á milli. Í stærri sveitarfélögum tengjast listarnir stjórnmálaflokkunum í landinu. Það er samt ekki algilt. Í mörgum sveitarfélögum er boðið upp á svæðisbundna lista eða kosningabandalög sem tengjast ekki stjórnmálaflokkum. Fyrir kemur að listi eða kosningabandalag fái hreinan meirihluta en annars verða flokkar eða listar að koma sér saman um samstarf til að ná meirihluta í sveitarstjórn. Sveitarfélögin eru misstór og því er fjöldi sveitarstjórnarmanna einnig misjafn. Í Reykjavík sitja til að mynda 15 fulltrúar í borgarstjórn. Í smærri sveitarfélögum geta fulltrúarnir verið á bilinu sjö til ellefu. Í hreppsnefndum er ekki óalgengt að fulltrúarnir séu fimm en það fer eftir fjölda íbúa í sveitarfélaginu. Hlutverk sveitarstjórna er að afgreiða og vinna að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið, þó innan þess ramma sem lög frá Alþingi setja þeim. Meðal verkefna sveitarstjórna er gerð fjárhagsáætlunar, svæðaskipulag, ákvarðanir um opnunartíma þjónustufyrirtækja á þess vegum, útivistartíma barna og unglinga, rekstur leik- og grunnskóla svo dæmi séu tekin. Tekjur sveitarfélaganna koma að mestu í gegnum útsvar en það er sérstakur skattur sem íbúar sveitarfélagsins greiða. Eins fá sveitarfélögin fjármagn frá ríkinu. Húsavík er í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í hvaða sveitarfélagi býrð þú? Kynntu þér helstu verkefni sveitarfélaga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=