Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 125 kjósendur geta valið á milli. Í stærri sveitarfélögum tengjast listarnir stjórn- málaflokkunum í landinu. Það er samt ekki algilt. Í mörgum sveitarfélögum er boðið upp á svæðisbundna lista eða kosningabandalög sem tengjast ekki stjórnmálaflokkum. Fyrir kemur að listi eða kosningabandalag fái hreinan meirihluta en annars verða flokkar eða listar að koma sér saman um sam- starf til að ná meirihluta í sveitarstjórn. Sveitarfélögin eru misstór og því er fjöldi sveitarstjórnarmanna einnig misjafn. Í Reykjavík sitja til að mynda 15 fulltrúar í borgarstjórn. Í smærri sveitarfélögum geta fulltrúarnir verið á bilinu sjö til ellefu. Í hreppsnefndum er ekki óalgengt að fulltrúarnir séu fimm en það fer eftir fjölda íbúa í sveitarfélag- inu. Hlutverk sveitarstjórna er að afgreiða og vinna að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið, þó innan þess ramma sem lög frá Alþingi setja þeim. Meðal verkefna sveitarstjórna er gerð fjárhags- áætlunar, svæðaskipulag, ákvarðanir um opnunartíma þjónustufyrirtækja á þess vegum, útivistartíma barna og unglinga, rekstur leik- og grunnskóla svo dæmi séu tekin. Tekjur sveitarfélaganna koma að mestu í gegnum útsvar en það er sérstakur skattur sem íbúar sveitar- félagsins greiða. Eins fá sveitarfélögin fjármagn frá ríkinu. Húsavík er í sveitarfélaginu Norðurþingi. Í hvaða sveitarfélagi býrð þú? Kynntu þér helstu verkefni sveitarfélaga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=