Á ferð um samfélagið

124 Sveitarstjórnir Kosningar til sveitarstjórna eru haldnar á fjögurra ára fresti. Allir íslenskir ríkis- borgarar sem hafa náð 18 ára aldri hafa kosningarétt hér og þeir útlendingar sem hafa verið búsettir hér á landi síðustu þrjú til fimm árin (fer eftir ríkisborgararétti). Kosningaþátttakan hér á landi hefur verið um 80% og þó hún hafi farið minnkandi á undan- förnum árum er hún samt með því mesta sem þekkist í samanburði við lönd sem við berum okkur saman við. Sveitarfélögum hefur fækkað töluvert á undanförnum árum vegna sameiningar. Árið 1986 voru sveitarfélögin 223 en árið 2016 voru þau 76. Við sveitar- stjórnarkosningar er boðið upp á mis- marga lista eða kosningabandalög sem Elsta stjórnarskrá heims Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá árinu 1787 er elsta núgildandi stjórnarskrá heims. Þar sem stjórnarskrár eru taldar mikil- vægari en almenn lög er yfirleitt erfiðara að breyta þeim lögum en öðrum. Þegar breyta á lögum í stjórnarskrá hér á landi þá þarf Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um stjórnarskrárbreytingu. Með frumvarpi er átt við skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöf- inn, í þessu tilfelli stjórnarskránni. Síðan er þing rofið (leyst upp) og boðað til nýrra alþingiskosninga. Eftir þær kosningar er sama frumvarp lagt fyrir nýkjörið Alþingi. Ef það samþykkir frumvarpið í uppruna- legri mynd þá hefur stjórnlagabreytingin tekið gildi, en þó aðeins eftir að forsetinn hefur staðfest hana með undirskrift sinni. Frelsisstyttan í New York. Frakkar gáfu Bandaríkjunum þessa tæplega 100 metra háu koparstyttu í tilefni 100 ára afmælis Bandaríkjanna 1886. Bandaríkin rekja uppruna sinn til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 4. júlí 1776 þegar 13 breskar nýlendur (fylki) lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði frá breska heimsveldinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=