Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 123 pólitískar vígstöðvar sem hægt sé að vinna á, það er í sveitarstjórnum og í landsmálum (Alþingi) þó vissulega hafi verkalýðshreyf- ingin og atvinnulífið líka verið vettvangur pólitískra átaka. Stjórnarskrá Stjórnarskrár nútímans eiga allar að stórum hluta rætur sínar að rekja til stjórnar- skrár Bandaríkjanna og frönsku stjórnar- byltingarinnar 1789. Stjórnarskrár geyma grundvallarreglur um stjórnskipun ríkis og þar er skilgreint hverjir setja lög, um skipt- ingu valds á milli stofnanna og takmarkanir valds. Í stjórnarskrám eru líka oft greinar um borgaraleg réttindi svo sem jafnræði, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi, félaga- frelsi svo dæmi séu nefnd. Stjórnarskráin er talin innihalda æðstu lög ríkisins sem öll önnur lög verða að taka mið af. Núverandi stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins er að grunni til frá árinu 1944. Einstaka sinnum kjósa Íslendingar um mikilvæg opinber mál í beinni kosningu (þjóðaratkvæðagreiðsla). Árið 1944 kusu Íslendingar um sjálfstæði þjóðarinnar frá Dönum og um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt af 95% þjóðarinnar. Landið hafði ekki tilheyrt neinu erlendu ríki fyrr en Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með undirritun Gamla sáttmála árið 1262. Noregur og Ísland urðu svo hluti af Danaveldi 1380. Ísland varð fullveldi 1. desember 1918 en danski konungurinn hélt þó áfram að vera konungur Íslands þar til lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní árið 1944. Nokkrar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram hér á landi meðal annars vegna synjunar forseta Íslands á að undirrita lög. Séð yfir Reykjavíkurtjörn. Hvaða hús sérðu sem enn standa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=