Á ferð um samfélagið

122 Stjórnkerfið á 19. öld Fyrir 200 árum var Ísland undir stjórn Danaveldis. Hér var ekki kosninga- réttur og konungur nær einvaldur. Löggjafarvald var í höndum konungs og Alþingis sameiginlega, einkum konungs. Dómstörfin urðu aðalverk- efni þingsins. Þar sem Ísland var hluti af Danmörku voru það konungur og hans embættismenn sem réðu ríkjum hér. Konungur skipaði fulltrúa sína til að fara með stjórn og þeir sátu annað hvort í Kaupmannahöfn eða voru sendir til Íslands. Ákvarðanataka um málefni Íslands var ekki jafn flókin þá og hún er nú. Fjármál landsins voru lítil – hér þurfti ekki að greiða út ellilífeyris- eða örorku- bætur, hér var ekki vatnsveita, ekkert holræsakerfi og svo mætti lengi áfram telja. Fólk þurfti ekki heldur að hafa áhyggjur af rafmagnsreikningum, hér var ekkert rafmagn – það kom ekki fyrr en um það bil einni öld síðar. Yfirvöld höfðu ekki mikil afskipti af þegnunum hér á landi á þessum tíma nema einna helst þegar verið var að krefja fólk um skatta eða þegnskyldu- vinnu. Og ef menn brutu lög voru þeir dregnir fyrir dóm og þeim refsað. Þar fyrir utan gerðu yfirvöld fáar kröfur – en á móti naut fólk einnig lítilla réttinda. Lýðurinn ræður Eins og áður hefur komið fram þýðir lýðræði að lýðurinn, það er að segja fólkið ræður. En hvernig er hægt að komast að því hvað fólkið vill? Á Ís- landi sem og í mörgum öðrum lýð- ræðisríkjum er málið leyst með reglu- bundnum kosningum. Ákveðið er að túlka vilja meirihlutans sem sameigin- legan vilja þjóðarinnar. Venja er að gera greinarmun á beinu og óbeinu lýðræði. Í beinu lýð- ræði eru málefnin borin beint undir alla þegna sem kjósa hvaða leið þeir vilja fara. Dæmi um beint lýðræði er þjóðaratkvæðagreiðsla , því að í henni kýs fólk beint og milliliðalaust um einhver tiltekin mál. Í óbeinu lýðræði , sem líka er kallað fulltrúalýðræði velur fólkið sér fulltrúa sem taka pólitískar ákvarðanir fyrir hönd þess. Með því framselur fólk vald sitt til þess full- trúa sem það kýs. Hér á landi, eins og í flestum lýðræðisríkjum, er fulltrúa- lýðræði. Á Alþingi sitja þingmenn sem hafa verið kosnir til að stjórna Íslandi í umboði þjóðarinnar. Í okkar gerð af samfélagi er venja að tala um tvennar Kristján 9. og Louise voru konungshjón í Danmörku frá 1863–1906

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=