Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 121 Franska byltingin „FRELSI! JAFNRÉTTI! BRÆÐRALAG!“ Þessi vígorð ómuðu um allt Frakk- land árið 1789 þegar kúguð alþýðan sameinaðist gegn valdi aðalsins sem stjórnaði landinu. Með frönsku bylt- ingunni komust óbreyttir borgarar til valda og vonir fólks um frelsi til að ráða sér sjálft vöknuðu um allan heim. Byltingin hófst þegar Frakklandskon- ungur kallaði saman þingið til að ráða bót á neyðarástandi í fjármálum. Í stað þess að styðja hann í að hækka skatta tók þingið völdin í sínar hendur. Í París réðist æstur múgur á Bastillufangelsið en það var eitt helsta tákn um kúgun aðalsins yfir fólkinu. Konungur var neyddur til að styðja kröfur um aukin réttindi alþýðunnar og árið 1792 var Frakkland gert að lýðveldi. Ári seinna var Loðvík 16. Frakklandskonungur líflátinn og kom þá til uppreisna víða um land. Það leiddi til ógnarstjórnar sem gerði að engu ýmislegt af því sem hafði áunnist í byltingunni. Byltingarkonur Konur áttu mikinn þátt í byltingunni og stjórnuðu mörgum kröfugöngum. Þær fengu þó hvorki að kjósa né eiga full- trúa í ríkisstjórn. Franska þjóðþingið gaf út mannréttindayfirlýsinguna árið 1789 en hún gilti ekki um konur. Þær fengu ekki almennan kosningarétt á við karla fyrr en árið 1944. Á Íslandi fengu konur almennan kosingarétt árið 1915. Alfræði unga fólksins, bls. 147. Þótt konur hafi tekið virkan þátt í frönsku byltingunni árið 1789 nutu þær ekki sömu stjórnmálalegu réttinda og karlar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=