Á ferð um samfélagið

120 Á þessum tíma tilheyrði Ísland Dan- mörku en hugmyndirnar um lýðræði og jafnrétti náðu líka til Danmerkur og Íslands. Árið 1874, um 100 árum eftir bandaríska frelsisstríðið og frönsku byltinguna fengu Íslendingar fyrstu stjórnarskrána frá Dönum. Stjórnarskráin var stórt skref í átt til lýðræðis hér á landi. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 en var lagt niður árið 1800. Með til- skipun Danakonungs árið 1843 var Alþingi endurreist sem ráðgjafarþing og kosninga- réttur innleiddur árið 1845. Kosningaréttur var reyndar svo takmarkaður í fyrstu að aðeins örfáir gátu notfært sér hann. Þeir sem höfðu náð þrítugsaldri voru kjörgengir og kosið var til sex ára. Hinn takmarkaði kosningaréttur almennings 1845 var sem hér segir; • aðeins karlmenn höfðu kosningarétt og urðu þeir að hafa náð 25 ára aldri. • kjósendur urðu að vera fjárráða og hafa óflekkað mannorð. • kjósendur urðu að eiga jörð af ákveð- inni stærð eða íbúðarhús í kaupstað. Samkvæmt þessum ákvæðum nutu aðeins fimm prósent landsmanna kosn- ingaréttar. Í einu kjördæmanna, Vest- mannaeyjum, uppfyllti enginn þessi skil- yrði og þar var því ekki kosið. Nú á dögum eiga allir íslenskir ríkisborgarar 18 ára og eldri rétt á að kjósa í Alþings- og sveitar- stjórnarkosningum. Kjörgengi er réttur til þess að bjóða sig fram í kosningum og yfirleitt fær fólk kjör- gengi á sama tíma og kosningarétt. Með öðrum orðum, allir sem hafa kosningarétt geta boðið sig fram og orðið alþingismenn eða sveitarstjórnarmenn. Á Íslandi fengu karlar kosningarétt árið 1843 og konur árið 1915. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki kosninga- rétt við kjör forseta Íslands, við alþingis- kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur. Norrænir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi lengur en í þrjú ár fyrir kjördag hafa kosningarétt í sveitarstjórnar- kosningum. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 5 ár fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Fjöldi þingmanna frá 1844 Tímabil Þingmenn 1844–1852 26 1858–1869 27 1874–1903 36 1908–1914 40 1916–1919 40 1920–1933 42 1934–1942 49 1942–1959 52 1959–1983 60 1987– 63 Á Alþingi Íslendinga sitja 63 þjóðkjörnir fulltrúar en þeir kallast þingmenn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=