Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 119 Meira um lýðræði Fyrir um 200 árum komu fram hug- myndir í Evrópu um almenn mann- réttindi. Fólk var búið að fá nóg af valdníðslu yfirstéttarinnar, það er konungs, aðals, landeigenda og presta. Nú kröfðust menn trúfrelsis, funda- frelsis og félagafrelsis. Hugmyndirnar leiddu til tveggja byltinga sem áttu eftir að hafa mikil áhrif fyrir heims- byggðina. Fyrri byltingin, bandaríska frelsisstríðið varð í Norður-Ameríku og stóð frá árinu 1775 til 1783. Þar gerðu þrettán breskar nýlendur á austur- strönd Norður-Ameríku uppreisn gegn breskum yfiráðum. Frelsisstríðið leiddi til frekari byltinga víða á jörðinni. Síðari byltingin var franska byltingin eða stjórnarbyltingin í Frakklandi árið 1789. Slagorð hennar voru frelsi og jafnrétti . Konungur Frakklands var tekinn af lífi en jafnframt var komið á fót stjórnarskrá sem tryggði hinni nýju stétt borgara aukin réttindi. • Löggjafarvald: Forseti Íslands og Alþingi fara saman með löggjafarvaldið. Forseti Íslands verður að staðfesta öll lög sem Alþingi samþykkir áður en þau taka gildi. • Framkvæmdavald: Forseti Íslands og ríkisstjórnin fara með framkvæmda- valdið. Ríkisstjórnin á að sjá til þess að framkvæma það sem Alþingi samþykk- ir. Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórnarinnar. Þótt forseti Íslands sé æðsti maður framkvæmdavaldsins fara ráðherrar með framkvæmdavaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskrá. • Dómsvald: Dómstólar fara með dómsvaldið. Þeir eiga að dæma eftir lögum sem Alþingi setur. Stjórnarskrá lýðveldis Íslands Löggjafarvaldið Alþingi og forseti Framkvæmdavaldið Stjórnvöld og forseti Dómsvaldið Dómarar Skjaldarmerki Íslands Fjórir landvættir gæta landsins, einn í hverjum landsfjórðungi. Griðungur er fyrir Vestfirði, gammur fyrir Norðurland, dreki fyrir Austurland og bergrisi fyrir Suðurland.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=