Á ferð um samfélagið

118 Þjóðríki Stjórnmálafræðingar skilgreina hugtakið þjóð venjulega sem hóp fólks sem á sér sameiginlega tungu, sögu, menningu og uppruna. Með þjóðríki er átt við fyrir- komulag þar sem þjóðin hefur óskorað vald innan landamæra sinna. Ísland er þjóðríki með aðeins einni þjóð. Þótt flest nútímaríki telji sig vera þjóðríki eru mörg þeirra byggð fjölda þjóða og þjóðarbrota þar sem engin ein er ríkjandi. Í sumum ríkjum, svo sem í Kanada, Bandaríkj- unum, Indlandi, Erítreu og Kína, er mikil áhersla lögð á að skapa og móta eina þjóð- erniskennd sem sameinar ólíkar þjóðir innan landamæranna. Sums staðar hefur verið reynt að sameina sundurleitar þjóðir í einu sameiginlegu ríki. Það hefur oft endað illa. Í nánast öllum tilfellum keppa ólíkar þjóðir innan slíkra ríkja um yfirráðin. Sem dæmi má nefna ríki í Evrópu sem áður hét Júgóslavía. Eftir blóðug átök meðal ólíkra þjóða á níunda áratug síðustu aldar skiptist Júgóslavía upp í sex ríki; Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Serbíu og Svartfjallaland. Síðasta eða sjöunda ríkið, Kosovó lýsti svo yfir sjálfstæði árið 2008. Serbar gátu ekki fallist á það og telja að Kosovó sé óumdeilanlega hluti Serbíu. Þeir viður- kenna þó að íbúar Kosovó (Kosovó- Albanir) hafi rétt til sjálfstjórnar. Þrígreining ríkisvaldsins Franski hugsuðurinn Montesquieu (1689–1755) var einn þeirra sem áttu stóran þátt í að móta hugmyndir um lýðræði, meðal annars með kenningu sinni um þrígreiningu ríkisvaldsins. Hann vildi skipta því í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Hver þáttur átti að vera sem óháðastur hin- um. Hins vegar áttu handhafar einnar greinar valdsins að geta haft visst, skil- greint eftirlit með hinum þáttunum. Með þrískiptingunni átti að fyrirbyggja að handhafar gætu misnotað völd sín. Sennilega kemur þrískipting ríkisvalds- ins hvergi jafn skýrt fram og í Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Hugmynda Montesquieu gætir þó víða í stjórnar- skrám, þar á meðal þeirri íslensku. Á Íslandi er ríkisvaldinu skipt á milli þriggja embætta: Alþingis sem fer með löggjafarvald, ríkisstjórnar sem fer með framkvæmdavald og dómsvald sem er í umsjá dómstóla. Eftir hrun kommúnismans í Evrópu brotnaði Júgóslavía upp (1991–1992) í blóðugum átökum og skiptist í sex ríki. Í Bosníu og Hersegóvínu féllu að minnsta kosti 200.000 manns í þessum átökum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=