Á ferð um samfélagið

10 Hvaða manneskju sérðu þegar þú lítur í spegil? Þú sérð ungling sem er annaðhvort strákur eða stelpa. Þú sérð einstakling sem býr á Íslandi, ef til vill átt þú útlenska foreldra eða hefur annan félagslegan bak- grunn sem veldur því að þér finnst þú vera svolítið öðruvísi. Þú sérð einstakling sem gengur í skóla og hefur sérstök áhugamál. Spegill- inn sýnir þér einstakling sem hefur ákveðið útlit, háralit, augnlit, lítið eða stórt nef, ákveðna hæð, fatasmekk og stíl. Ef vel er að gáð sérðu að lokum persónuleika þinn. Enginn annar er ná- kvæmlega eins og þú og stundum finnst þér allir aðrir gjörólíkir þér. Einn af þekktustu fræðimönnum sem hafa rannsakað unglingsárin er sálfræðingurinn Erik Eriksson . Hann hélt því fram að allir þyrftu að leysa mismunandi verkefni á öllum æviskeiðum allt frá fæðingu til dauðadags. Á fyrstu æviár- unum þurfa börn til dæmis að læra að treysta öðru fólki. Ef það tekst ekki þá er afleiðingin sú að þau vantreysta öðrum. Helsta verkefni unglings- áranna er að skapa sér sjálfsmynd. Hver og einn verður að finna út hver hann er. Fyrir marga eru unglingsárin erfiður tími vegna þess að þau ein- kennast af miklum félagslegum og líkamlegum breytingum, þar á meðal áköfum geðsveiflum, sem verða að hluta til vegna þess að hormóna- starfsemin er að breytast og líkaminn þarf tíma til að aðlagast henni. Og einmitt á sama tíma og líkamlegt útlit skiptir hvað mestu máli er líkaminn alltaf að breytast, og sumar breyting- arnar eru ekki til bóta. Margir unglingar glíma við unglingabólur, gríðarlega langa fætur og allt of stórt nef svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsmyndin Hvernig persóna er ég? Hvaða hugmyndir hef ég um mig? Allir íbúar heimsins hafa líklega ein- hvern tíma velt þessari spurningu fyrir sér. Samt finnst ekkert einhlítt svar við henni. Ef við veltum þessu fyrir okkur kemur í ljós að manneskjan er flókið fyrirbæri. Hvert og eitt okkar er sett saman úr fjölmörgum þáttum sem saman gera okkur að því sem við erum. Einkenni okkar eða persónuleiki mótast af öllum brotunum sem við erum samsett úr. Allar hugmyndir sem þú hefur um hver þú ert kallast sjálfsmynd .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=