Á ferð um samfélagið

STJÓRNMÁL : ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 117 fannst mikilvægt að taka þátt í stjórn samfélagsins. Þeir karlar sem mættu aldrei til þjóðfunda voru kallaðir ídíótar . Nú þýðir orðið vitleysingur eða bjáni en á þeim tíma var ídíót notað yfir þá sem ekki höfðu tíma eða áhuga á að taka þátt í málefnum sem snertu samfélagið. Lýðræði eins og við þekkjum það nú á rætur sínar að rekja til franskra og bandarískra hugsuða og byltinga frá seinni hluta 18. aldar. Nú hafa bæði karlar og konur rétt á að taka þátt í stjórnun samfélagsins á Grikklandi, Íslandi og víðar. Leiðin til lýðræðis hefur þó bæði verið löng og ströng. Í Evrópu og víðar réðu konungar, keisarar og ríkir landeigendur lögum og lofum og gátu um margra alda skeið hegðað sér nánast eins og þeim sýndist. Fólk fékk ekki að lifa eins og það kaus sjálft, það hafði ekki val og réð sér ekki sjálft. Á Íslandi urðu vinnuhjú sem voru um 40% þjóðarinnar á 19. öld að ráða sig í vist til eins árs og þau höfðu mjög takmarkað ferðafrelsi. Mestallur tími vinnuhjúanna fór í að vinna fyrir húsbændurna. Um alla Evrópu var alþýða manna ómenntuð því enginn hafði áhuga á að kenna henni að lesa, skrifa og reikna. Ráðamenn töldu best að fólk kynni sem minnst til að þeir réðu sem mestu. Þekking getur alið af sér allskonar hugmyndir sem ögra þeim sem ráða og leitt til uppreisnar gegn valdhöfum. Þekkingu er aldrei hægt að taka af fólki. Lýðræði er vandmeðfarið Hugtakið lýðræði er ákaflega vandmeð- farið. Orðið lýðræði þýðir að lýðurinn eða fólkið ráði. Með þessu er meðal annars átt við að öll völd stjórnvalda eiga uppruna sinn hjá fólkinu. Í lýðræði felst jafnframt að hver og einn einstaklingur (með kosning- um) hefur jafnan rétt á því að hafa áhrif á stjórn samfélagsins og að allir standi jafnir gagnvart lögum og stjórnvöldum. Fólk leggur þó mis- jafnan skilning í hug- takið. Á Vesturlöndum er gengið út frá því að lýðræði eigi að miðast við frjálsar kosningar og fleiri en einn stjórnmálaflokk í framboði. Annars staðar er talið nóg að kjósendum sé gefinn kostur á að kjósa á milli frambjóðenda sem tilheyra sama stjórnmálaflokki. Akrópólishæðin í Aþenu. Grikkland til forna var vagga lýðræðis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=