Á ferð um samfélagið

116 Stjórnmál Í öllum þekktum samfélagsgerðum fyrirfinnast stjórnmál í einhverri mynd. Stjórnmál snúast um skiptingu valds en þau færa ákveðnum einstaklingum eða hópum vald til að taka ákvarðanir fyrir heildina. Og ákvarðanatakan snýst um að útdeila réttindum og skyldum meðal fólks. Menntun er dæmi um réttindi nú á dögum en skattar dæmi um skyldur. Á Íslandi getur fólk tjáð sig opin- berlega og boðað til mótmæla ef það felur ekki í sér brot gegn íslenskum lögum. Tjáningarfrelsi og fundarfrelsi telst til lýðræðislegra réttinda sem Íslendingar hafa og eru varin af stjórn- arskrá. Ísland er lýðræðisríki og hér er lögð áhersla á mannréttindi . Með mannrétt- indum er átt við að allir íbúar landsins eru jafngildir. En hvað er lýðræði og af hverju er Ísland lýðræðisríki en ekki eitthvað allt annað? Við verðum að bregða okkur aftur í tímann til að skoða það. Hvaðan kemur lýðræði? Grikkir voru fyrstir til að nota hug- tökin stjórnmál og lýðræði fyrir um 2500 árum. Í Aþenu á þeim tíma vildu borgararnir ekki hafa konung yfir sér og því samþykktu þeir að hafa lýðræði. En lýðræðið var ekki eins og við eigum að venjast nú á dögum. Íbúar Aþenu sem áttu að ráða öllu voru karlar 18 ára eða eldri. Aþena var þrælasamfélag og eingöngu frjálsir karlar máttu taka þátt í stjórnun ríkisins. Þegar átti að taka ákvarðanir í borgríkinu voru allir karl- arnir boðaðir á þjóðfund en þar voru mál rædd og teknar ákvarðanir sem allir urðu að fara eftir. Aþenubúum Hvaða skilning leggur þú í hugtakið jafnrétti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=